Sport

Mourinho er óvinur fótboltans

Formaður dómaranefndar UEFA, evrópska knattspyrnusambandsins, Volker Roth, segir að það sé þjálfurum óbeint um að kenna þegar upp koma mál eins og það sem þvingaði Anders Frisk til að hætta dæmgæslu alfarið. Roth skellir skuldinni alfarið á Jose Mourinho þjálfara Chelsea og kallar hann "óvin fótboltans". Frisk hefur staðfest að það hafi verði stuðningsmenn Chelsea sem gerðu útslagið í ákvörðun hans um að hætta dómgæslu. Frisk dæmdi 2-1 sigurleik Barcelona gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu á Spáni fyrir tveimur vikum þegar hann rak Didier Drogba af velli. Þá ásakaði Jose Mourinho hann um að ræða ólöglega við þjálfara Barcelona, Hollendinginn Frank Rijkaard, í hálfleik. Eftir leikinn hefur Frisk og fjölskyldu hans borist fjöldi morðhótana sem leiddu til þess að hann ákvað að hætta í skyndi. Þá tilkynnti hann einnig að það hefðu verið stuðningsmenn Chelsea hefðu gert útslagið í ákvörðun hans. "Það eru þjálfararnir sem kynda undir almenningi með ummælum sínum og hafa um leið hvetjandi áhrif á fólk til að hóta eins og í þessu tilviki. Við getum bara ekki sætt okkur við að einn af okkar allra bestu dómurum í heimi sé neyddur til að hætta vegna þessa. Menn eins og Mourinho eru óvinir fótboltans" sagði Roth arfafúll í viðtali við sænska blaðið Aftonbladet í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×