Keppast um hylli Háskólans í Rvk. 13. mars 2005 00:01 Garðabær og Reykjavík hafa bæði boðið Háskólanum í Reykjavík lóðir undir nýjan skóla sem hýsa á skólastarf Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans en þeir sameinast endanlega í haust undir einu nafni. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs háskólans, segir að ákvörðun um staðsetningu skólans verði tekin í apríl en sveitarfélögin skila tillögum til skólans í vikunni. Hann segir marga þætti ráða staðarvali, t.d. kostnað, aðkomu og vaxtarmöguleika. Garðabær býður skólanum landsvæði við Urriðaholt rétt hjá Vífilsstöðum og í nokkurra mínútna fjarlægð frá Smáralind. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að þarna sé verið að skipuleggja ósnortið byggingarland þar sem ekkert takmarki skipulags- og þróunarmöguleika skólans. Hugmyndin sé að búa til þétta blandaða byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu. Hún segir umhverfið einstakt með útsýni og í göngufæri við Heiðmörk. Þá sé engin mengun frá bílum né hávaðamengun frá flugvélum. Meginkosturinn sé þó sá að skipulag svæðisins sé langt komið og ekkert því til fyrirstöðu að hefja deiliskipulag og hanna byggingar. Skólinn geti hafið starfsemi sína árið 2007. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, viðurkennir að skipulag svæðisins í Vatnsmýrinni þar sem Reykjavíkurborg býður skólanum upp á lóð sé ekki eins langt komið. Hann telur það þó ekki koma að sök þar sem enn eigi eftir að hanna húsnæðið og ætti það að haldast í hendur við skipulagsferlið. Reykjavíkurborg býður háskólanum upp á lóð í Vatnsmýrinni á svæði sunnan við Hótel Loftleiðir á flötum sem áður voru ætlaðar undir flugstöð. Þar er hugsunin að byggja upp Vatnsmýrina sem lykilsvæði í rannsóknum, nýsköpun og þróun, en fyrir á svæðinu eru Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining. Dagur segir Vatnsmýrina verða áfram hugsaða sem miðstöð vísinda og þekkingar hvaða ákvörðun sem Háskólinn í Reykjavík taki.Í Urriðaholti á að rísa þétt blönduð byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Garðabær og Reykjavík hafa bæði boðið Háskólanum í Reykjavík lóðir undir nýjan skóla sem hýsa á skólastarf Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans en þeir sameinast endanlega í haust undir einu nafni. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs háskólans, segir að ákvörðun um staðsetningu skólans verði tekin í apríl en sveitarfélögin skila tillögum til skólans í vikunni. Hann segir marga þætti ráða staðarvali, t.d. kostnað, aðkomu og vaxtarmöguleika. Garðabær býður skólanum landsvæði við Urriðaholt rétt hjá Vífilsstöðum og í nokkurra mínútna fjarlægð frá Smáralind. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að þarna sé verið að skipuleggja ósnortið byggingarland þar sem ekkert takmarki skipulags- og þróunarmöguleika skólans. Hugmyndin sé að búa til þétta blandaða byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu. Hún segir umhverfið einstakt með útsýni og í göngufæri við Heiðmörk. Þá sé engin mengun frá bílum né hávaðamengun frá flugvélum. Meginkosturinn sé þó sá að skipulag svæðisins sé langt komið og ekkert því til fyrirstöðu að hefja deiliskipulag og hanna byggingar. Skólinn geti hafið starfsemi sína árið 2007. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, viðurkennir að skipulag svæðisins í Vatnsmýrinni þar sem Reykjavíkurborg býður skólanum upp á lóð sé ekki eins langt komið. Hann telur það þó ekki koma að sök þar sem enn eigi eftir að hanna húsnæðið og ætti það að haldast í hendur við skipulagsferlið. Reykjavíkurborg býður háskólanum upp á lóð í Vatnsmýrinni á svæði sunnan við Hótel Loftleiðir á flötum sem áður voru ætlaðar undir flugstöð. Þar er hugsunin að byggja upp Vatnsmýrina sem lykilsvæði í rannsóknum, nýsköpun og þróun, en fyrir á svæðinu eru Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining. Dagur segir Vatnsmýrina verða áfram hugsaða sem miðstöð vísinda og þekkingar hvaða ákvörðun sem Háskólinn í Reykjavík taki.Í Urriðaholti á að rísa þétt blönduð byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira