Fischer enn haldið í einangrun 4. mars 2005 00:01 Enn er Bobby Fischer haldið í einangrun og enginn fær að heimsækja hann í fangelsið í Japan. Opinn flugmiði til Íslands bíður hans og vonast stuðningsmenn hans til að hann verði leystur úr haldi fyrir 62 ára afmælisdag hans í næstu viku. Það er kalt í Japan um þessar mundir og óvenju mikill snjór í Tókýó. Annan daginn í röð var stuðningsmönnum Fischers meinað að hitta hann en honum hefur verið haldið í einangrun síðan stuðningsmennirnir komu til Japans. Þeir héldu fjölsóttan blaðamannafund í morgun. Miyoko Watai, lögmaður Bobbys Fischers, sagði á fundinum að stuðningsmönnunum hefði verið neitað um að hitta hann og þá gæti hún ekki lengur hringt í hann, en áður hefði hún talað fjórum til sex sinnum á dag við hann. Stuðningsmennirnir hafa beðið um fund með japönskum stjórnvöldum en ekki fengið svar og fá væntanlega ekki fyrr en eftir helgi. Á meðan bíður vegabréfið, Fischer getur ekki sótt það og íslensk stjórnvöld hafa ekki farið fram á það verði fært til hans. Guðmundur Þórarinsson, stuðningsmaður Fischers, sagði á blaðamannafundinum að stuðningsmennirnir fengju ekki einu sinni að tala við japanska embættismenn. Það virtist, þegar litið væri á þennan undarlega heim missættis sem við byggjum í, að stuðningsmennirnir berðust við einhvers konar kerfi, einhverjar manneskjur sem enginn vissi hverjar væru. Opinn flugmiði hefur verið keyptur handa Fischer og vonast Sæmundur Pálsson, vinur hans, til að hann verði látin laus fyrir afmælisdaginn 9. mars, en þá verður Fischer 62 ára. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Enn er Bobby Fischer haldið í einangrun og enginn fær að heimsækja hann í fangelsið í Japan. Opinn flugmiði til Íslands bíður hans og vonast stuðningsmenn hans til að hann verði leystur úr haldi fyrir 62 ára afmælisdag hans í næstu viku. Það er kalt í Japan um þessar mundir og óvenju mikill snjór í Tókýó. Annan daginn í röð var stuðningsmönnum Fischers meinað að hitta hann en honum hefur verið haldið í einangrun síðan stuðningsmennirnir komu til Japans. Þeir héldu fjölsóttan blaðamannafund í morgun. Miyoko Watai, lögmaður Bobbys Fischers, sagði á fundinum að stuðningsmönnunum hefði verið neitað um að hitta hann og þá gæti hún ekki lengur hringt í hann, en áður hefði hún talað fjórum til sex sinnum á dag við hann. Stuðningsmennirnir hafa beðið um fund með japönskum stjórnvöldum en ekki fengið svar og fá væntanlega ekki fyrr en eftir helgi. Á meðan bíður vegabréfið, Fischer getur ekki sótt það og íslensk stjórnvöld hafa ekki farið fram á það verði fært til hans. Guðmundur Þórarinsson, stuðningsmaður Fischers, sagði á blaðamannafundinum að stuðningsmennirnir fengju ekki einu sinni að tala við japanska embættismenn. Það virtist, þegar litið væri á þennan undarlega heim missættis sem við byggjum í, að stuðningsmennirnir berðust við einhvers konar kerfi, einhverjar manneskjur sem enginn vissi hverjar væru. Opinn flugmiði hefur verið keyptur handa Fischer og vonast Sæmundur Pálsson, vinur hans, til að hann verði látin laus fyrir afmælisdaginn 9. mars, en þá verður Fischer 62 ára.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira