Sport

ÍA hópurinn sem fór til Finnlands

Skagamenn héldu til Finnlands í gær þar sem liðið mætir Inter Turku í 1. umferð Inter-toto keppninnar í knattspyrnuá morgun sunnudag. Liðið hélt af stað frá Akranesi um tíuleytið í gærmorgun. og var flogið til Kaupmannahafnar og þaðan til Finnlands. Þetta er fyrri leikur liðanna en sá síðari verður á Akranesi viku síðar. Töluverð meiðsli hrjá Skagaliðið þessa dagana og var á tímabili með öllu óvísti hvort Pálmi Haraldsson gæti farið með. Pálmi fór þó með liðinu en ekki er hægt að segja sama um þá Finnboga Llorenz og Helga Pétur Magnússon sem meiddust báðir í leiknum gegn Keflavík og sitja því heima. Leikurinn hefst kl. 16:00 á íslenskum tíma.   Hópurinn sem fór til Finnlands: Markverðir: Páll Gísli Jónsson Bjarki Guðmundsson Aðrir leikmenn: Hafþór Ægir Vilhjálmsson Kristinn Darri Röðulsson Dean Martin Igor Pesic Reynir Leósson Gunnlaugur Jónsson Kári Steinn Reynisson Sigurður Ragnar Eyjólfsson Hjörtur Hjartarson Ellert Jón Björnsson Andri Júlíusson Jón Vilhelm Ákason Guðjón H. Sveinsson Pálmi Haraldsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×