Sammála en greinir á um aðferðir 18. júní 2005 00:01 Stjórnarandstaðan er sammála forsætisráðherra um að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni. Samfylkingin leggur til fækkun úr þrettán ráðuneytum í níu en Vinstri-grænir telja réttast að hver ríkisstjórn ráði því hvernig starfsfólki og ráðuneytum sé raðað niður hverju sinni. Til stendur að hefja endurskipulagningu stjórnsýslunnar í haust og ljúka því starfi fyrir lok kjörtímabilsins. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greindi frá þessu í ræðu sinni í gær og Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði málið hafa verið rætt í ríkisstjórn og þar væri samstaða um þörfina á breytingum. Hann leggur sjálfur til að ráðuneytum verði fækkað í sex en ekki er enn ljóst hversu langt verður gengið í þá átt. En er stjórnarandstaðan sammála því að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist sammála því, og þó fyrr hefði verið. Hún segir stjórnsýsluna hafa allt of lengi verið í sömu skorðum og endurspegli engan veginn það samfélag sem við búum í í dag. „Lögin um stjórnarráð Íslands eru frá 1969 og það má heita að stjórnarráðið og skipan þess hafi að mestu leyti verið óbreytt síðan þá. Menn geta rétt ímyndað sér hvernig væri umhorfs í fyrirtækjum landsins ef deildaskipting og fyrirkomulag í þeim hefði verið með óbreyttum hætti frá 1969,“ segir Ingibjörg Sólrún. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna, segist telja það praktískt mál hverju sinni hvernig maður raði sínu starfsliði og ágætt sé að endurskipuleggja það reglulega. Mestu máli skipti hins vegar að kerfið minnki eitthvað um leið; að það haldi ekki sömu umsvifum þó að mönnunum fækki. Aðspurð hversu langt eigi að ganga í að fækka og sameina segir Ingibjörg Sólrún að framtíðarhópur Samfylkingarinnar hafi nýverið lagt til að ráðuneytunum yrði fækkað úr þrettán í níu og telur hún þá tillögu mjög raunhæfa. Katrín segir þetta eiga að vera í sjálfsvald hverrar ríkisstjórnar sett. Hún segist halda að ástæðan fyrir því að þetta sé sett fram núna sé vegna umræðunnar um stjórnsýsluhætti ríkisstjórnarinnar. „Þetta er náttúrlega mál mjög líklegt til vinsælda, að fækka ráðherrum, og kemur beint í kjölfarið á umræðu um stjórnsýsluhætti þessarar ríkisstjórnar, Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, þannig að það kemur mér ekkert á óvart að þetta komi fram núna,“ segir Katrín. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira
Stjórnarandstaðan er sammála forsætisráðherra um að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni. Samfylkingin leggur til fækkun úr þrettán ráðuneytum í níu en Vinstri-grænir telja réttast að hver ríkisstjórn ráði því hvernig starfsfólki og ráðuneytum sé raðað niður hverju sinni. Til stendur að hefja endurskipulagningu stjórnsýslunnar í haust og ljúka því starfi fyrir lok kjörtímabilsins. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra greindi frá þessu í ræðu sinni í gær og Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði málið hafa verið rætt í ríkisstjórn og þar væri samstaða um þörfina á breytingum. Hann leggur sjálfur til að ráðuneytum verði fækkað í sex en ekki er enn ljóst hversu langt verður gengið í þá átt. En er stjórnarandstaðan sammála því að tímabært sé að stokka upp í stjórnsýslunni? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segist sammála því, og þó fyrr hefði verið. Hún segir stjórnsýsluna hafa allt of lengi verið í sömu skorðum og endurspegli engan veginn það samfélag sem við búum í í dag. „Lögin um stjórnarráð Íslands eru frá 1969 og það má heita að stjórnarráðið og skipan þess hafi að mestu leyti verið óbreytt síðan þá. Menn geta rétt ímyndað sér hvernig væri umhorfs í fyrirtækjum landsins ef deildaskipting og fyrirkomulag í þeim hefði verið með óbreyttum hætti frá 1969,“ segir Ingibjörg Sólrún. Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri-grænna, segist telja það praktískt mál hverju sinni hvernig maður raði sínu starfsliði og ágætt sé að endurskipuleggja það reglulega. Mestu máli skipti hins vegar að kerfið minnki eitthvað um leið; að það haldi ekki sömu umsvifum þó að mönnunum fækki. Aðspurð hversu langt eigi að ganga í að fækka og sameina segir Ingibjörg Sólrún að framtíðarhópur Samfylkingarinnar hafi nýverið lagt til að ráðuneytunum yrði fækkað úr þrettán í níu og telur hún þá tillögu mjög raunhæfa. Katrín segir þetta eiga að vera í sjálfsvald hverrar ríkisstjórnar sett. Hún segist halda að ástæðan fyrir því að þetta sé sett fram núna sé vegna umræðunnar um stjórnsýsluhætti ríkisstjórnarinnar. „Þetta er náttúrlega mál mjög líklegt til vinsælda, að fækka ráðherrum, og kemur beint í kjölfarið á umræðu um stjórnsýsluhætti þessarar ríkisstjórnar, Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, þannig að það kemur mér ekkert á óvart að þetta komi fram núna,“ segir Katrín.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Sjá meira