Hákon Eydal fellur frá kröfunni

Hákon Eydal, sem hefur viðurkennt að hafa banað barnsmóður sinni Sri Rhamawati, hefur fallið frá kröfu um nýja geðrannsókn. Við þingfestingu málsins gegn honum fyrr í mánuðinum gerði hann þessa kröfu og var milliþinghald um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar kom fram að Hákon hefur dregið kröfuna til baka en lét bóka athugasemdir við þá rannsókn sem gerð var á honum. Aðalmeðferð málsins verður þann 4. mars.