Viðskipti innlent

I-Holding yfirtekur ILLUM vöruhúsið í Kaupmannahöfn

Hópur íslenskra fjárfesta, I-Holding ehf., hefur gengið frá kaupum á 80% hlut í ILLUM vöruhúsinu í Danmörku ásamt fasteignininni sem hýsir reksturinn af Merrill Lynch International Global Principal Investment. I- Holding ehf. keypti í fyrra keypti Wessel & Vett A/S, eigendur Magasin du Nord og þar með 20% eignarhluta í ILLUM. Hópurinn samanstendur af fjárfestingafélaginu Baugi Group, Straumi fjárfestingabanka og B2B Holdings. ILLUM er eitt af þekktustu vöruhúsum Danmerkur og verslunarmiðstöðin er til húsa á besta stað í miðborg Kaupmannahafnar við Strikið. ILLUM er alþjóðleg vörumerkjaverslun sem býður viðskiptavinum sínum norræn og alþjóðleg vörumerki á sviði hönnunar, tísku og húsbúnaðar. Nýir stjórnendur Illum undir eignarhaldi Merril Lynch, settu sér skýrar áætlanir og markmið á síðasta fjárhagsári og tryggðu hagnað á rekstri Illum á ný. Reksturinn gekk vel á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2005/2006 og jókst heildarsala um rúmlega 11%. "Við teljum danska smásölumarkaðinn vera í vexti og höfum mikla trú á möguleikum ILLUM sem vöruhúsi í fremstu röð með vel þekkt vörumerki," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic Fjárfestinga  hjá Baugi Group, sem jafnframt er talsmaður fjárfestahópsins. Vöruhúsin ILLUM og Magasin verða rekin sem sjálfstæð fyrirtæki, með sjálfstæð stjórnendateymi og stefnu. Patricia Burnett er framkvæmdastjóri ILLUM og sagðist vera mjög ánægð með samkomulagið. "Nýir eigendur setja sér langtímamarkmið sem tryggja bæði starfsmönnum og sérleyfishöfum öruggan starfsgrundvöll og bjóða upp á ný og spennandi tækifæri fyrir ILLUM og viðskiptavini okkar. Ég hlakka mjög til þess að starfa með I-Holding. Þessir fjárfestar búa ekki einungis yfir umtalsverðri reynslu og þekkingu á smásölurekstri sem mun gagnast okkur öllum, þeir hafa einnig sýnt að þeir styðji við bakið á sterkum stjórnendum í félögum sem þeir fjárfesta í. Við stefnum að því að halda áfram rekstri fyrirtækisins samkvæmt nýju og spennandi skipulagi af þeim krafti og með þeirri einbeitingu sem ILLUM á skilið," sagði Patricia Burnett framkvæmdastjóri ILLUM að lokum. Dale Lattanzio hjá Merrill Lynch segir að Merrill Lynch International Global Principal Investment hafi lagt sitt af mörkum við að finna ILLUM nýjan stað og að endurbæta rekstur þess. "Við gleðjumst mjög yfir þeim framförum sem orðið hafa í rekstri fyrirtækisins. Nýir eigendur gera ILLUM kleift að halda áfram að þróast í höndum bæði eigenda og stjórnenda með mikla reynslu af smásölu sem einbeita sér að því að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd." Straumur fjárfestingabanki hf. og B.R.F. önnuðust fjármögnun yfirtökunnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×