ESB hótar lagasetningu 20. janúar 2005 00:01 Evrópusambandið þrýstir nú á matvælafyrirtæki að hætta að beina auglýsingum um skyndibita og aðra óhollustu til barna. Einnig vill sambandið að merkingar á matvælum verði skýrari þannig að það þurfi ekki doktorspróf í efnafræði til að skilja þær, eins og Markos Kyprianou, yfirmaður heilbrigðis- og neytendamála hjá Evrópusambandinu, komst að orði. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Kyprianou segir að ef matvælafyrirtæki verði ekki við þessum kröfum muni Evrópusambandið setja lög sem tryggi að kröfurnar verði uppfylltar. Sérfræðingar telja nú að um 25 prósent barna innan Evrópusambandsins eigi við offituvandamál að stríða. Kyprianou segir að þar til nýlega hafi Evrópubúar litið á offitu sem vandamál Bandaríkjamanna. "Við gerðum alltaf hálfgert grín að Bandaríkjamönnum," segir hann. "Núna er offita hins vegar orðin evrópskt vandamál og við því þurfum við að bregðast." Forsvarsmenn Evrópusambandsins og matvælafyrirtækja hafa fundað óformlega um málið í nokkra mánuði. Kyprianou segir að í mars muni hann leggja fram áætlun fyrir áframhaldandi viðræður. Viðbrögð matvælafyrirtækjanna hafi verið mjög góð fram að þessu. Matvælafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa þegar látið undan þrýstingi þarlendra yfirvalda. Fyrirtæki hafa tekið ákveðnar auglýsingar úr umferð eða breytt þeim þannig að þær veki síður áhuga barna. Sem dæmi hefur Kraft-fyrirtækið dregið úr auglýsingum fyrir Oreo-kex og gert merkingar hollari matvæla skýrari. Stjórnvöld víða um Evrópu hafa lýst miklum áhyggjum vegna offituvandamálsins. Áhyggjurnar hafa einnig gert vart við sig hérlendis. Skammt er síðan nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögu um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru þar sem fela á heilbrigðisráðherra að ná samstöðu með framleiðendum og innflytjendum um að slíkar vörur séu ekki auglýstar í sjónvarpi fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin. Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Evrópusambandið þrýstir nú á matvælafyrirtæki að hætta að beina auglýsingum um skyndibita og aðra óhollustu til barna. Einnig vill sambandið að merkingar á matvælum verði skýrari þannig að það þurfi ekki doktorspróf í efnafræði til að skilja þær, eins og Markos Kyprianou, yfirmaður heilbrigðis- og neytendamála hjá Evrópusambandinu, komst að orði. Fréttastofa BBC greinir frá þessu. Kyprianou segir að ef matvælafyrirtæki verði ekki við þessum kröfum muni Evrópusambandið setja lög sem tryggi að kröfurnar verði uppfylltar. Sérfræðingar telja nú að um 25 prósent barna innan Evrópusambandsins eigi við offituvandamál að stríða. Kyprianou segir að þar til nýlega hafi Evrópubúar litið á offitu sem vandamál Bandaríkjamanna. "Við gerðum alltaf hálfgert grín að Bandaríkjamönnum," segir hann. "Núna er offita hins vegar orðin evrópskt vandamál og við því þurfum við að bregðast." Forsvarsmenn Evrópusambandsins og matvælafyrirtækja hafa fundað óformlega um málið í nokkra mánuði. Kyprianou segir að í mars muni hann leggja fram áætlun fyrir áframhaldandi viðræður. Viðbrögð matvælafyrirtækjanna hafi verið mjög góð fram að þessu. Matvælafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa þegar látið undan þrýstingi þarlendra yfirvalda. Fyrirtæki hafa tekið ákveðnar auglýsingar úr umferð eða breytt þeim þannig að þær veki síður áhuga barna. Sem dæmi hefur Kraft-fyrirtækið dregið úr auglýsingum fyrir Oreo-kex og gert merkingar hollari matvæla skýrari. Stjórnvöld víða um Evrópu hafa lýst miklum áhyggjum vegna offituvandamálsins. Áhyggjurnar hafa einnig gert vart við sig hérlendis. Skammt er síðan nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram þingsályktunartillögu um takmörkun auglýsinga á óhollri matvöru þar sem fela á heilbrigðisráðherra að ná samstöðu með framleiðendum og innflytjendum um að slíkar vörur séu ekki auglýstar í sjónvarpi fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin.
Erlent Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira