Trump titlar sig konung Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 23:37 Donald Trump virtist hafa krýnt sig konung í nýrri færslu á samfélagsmiðli sínum. Hvíta húsið Trump virtist hafa krýnt sig konung í færslu hans á samfélagsmiðlinum Truth Social frá því í kvöld. Seinna birti samfélagsmiðlareikningur Hvíta hússins mynd af Trump með kórónu á höfði og skrifaði meðal annars við: „Konungurinn lengi lifi.“ Þetta hefur verið heldur annasamur dagur hjá Bandaríkjaforseta en í dag birti hann færslu á samfélagsmiðil sinn þar sem hann kallaði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einræðisherra og gaf það til kynna að hann væri spilltur. Voru þetta viðbrögð hans við ummælum Selenskís um að Trump byggi í heimi falsupplýsinga eftir að Trump sagði Úkraínu bera ábyrgð á innrás Rússa inn í landið ásamt öðrum lygum og fölskum ásökunum. Þessi rimma leiðtoganna kemur einnig í kjölfarið á því að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust í Sádí-Arabíu og ræddu það meðal annars hvernig hægt væri að binda enda á stríðið í Úkraínu. Það var gert mjög skýrt að Selenskí væri ekki boðið né neinum fulltrúa Evrópuríkis. Nú um kvöldmatarleytið á íslenskum tíma birti hann síðan ofannefnda færslu þar sem hann fagnar því að hann hafi með forsetatilskipun komið í veg fyrir að New York-borg innleiddi sérstakt gjald til að stemma stigu við stöðugar umferðarteppur í þessari stærstu borg Bandaríkjanna. „UMFERÐARGJALDIÐ ER DAUTT. Manhattan, og allri New York, er borgið. KONUNGURINN LENGI LIFI!“ skrifaði hann í færslu á Truth Social, samfélagsmiðlinum sem hann stendur sjálfur að. "CONGESTION PRICING IS DEAD. Manhattan, and all of New York, is SAVED. LONG LIVE THE KING!" –President Donald J. Trump pic.twitter.com/IMr4tq0sMB— The White House (@WhiteHouse) February 19, 2025 Um hálftíma seinna birti svo opinber reikningur Hvíta hússins á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, mynd af Trump með gimsteinum skrýdda kórónu á höfði standa brosandi fyrir framan háhýsi New York-borgar. Í færslunni hafa þau fyrrnefnt tíst eftir forsetanum. Myndin er búin til með aðstoð gervigreindar og virðist vera stæling á forsíðum tímaritsins Time. Forsíðufyrirsögnin er: „Konungurinn lengi lifi.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Danir ausa milljörðum í varnarmál Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. 19. febrúar 2025 22:52 Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. 19. febrúar 2025 11:08 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Sjá meira
Þetta hefur verið heldur annasamur dagur hjá Bandaríkjaforseta en í dag birti hann færslu á samfélagsmiðil sinn þar sem hann kallaði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta einræðisherra og gaf það til kynna að hann væri spilltur. Voru þetta viðbrögð hans við ummælum Selenskís um að Trump byggi í heimi falsupplýsinga eftir að Trump sagði Úkraínu bera ábyrgð á innrás Rússa inn í landið ásamt öðrum lygum og fölskum ásökunum. Þessi rimma leiðtoganna kemur einnig í kjölfarið á því að utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust í Sádí-Arabíu og ræddu það meðal annars hvernig hægt væri að binda enda á stríðið í Úkraínu. Það var gert mjög skýrt að Selenskí væri ekki boðið né neinum fulltrúa Evrópuríkis. Nú um kvöldmatarleytið á íslenskum tíma birti hann síðan ofannefnda færslu þar sem hann fagnar því að hann hafi með forsetatilskipun komið í veg fyrir að New York-borg innleiddi sérstakt gjald til að stemma stigu við stöðugar umferðarteppur í þessari stærstu borg Bandaríkjanna. „UMFERÐARGJALDIÐ ER DAUTT. Manhattan, og allri New York, er borgið. KONUNGURINN LENGI LIFI!“ skrifaði hann í færslu á Truth Social, samfélagsmiðlinum sem hann stendur sjálfur að. "CONGESTION PRICING IS DEAD. Manhattan, and all of New York, is SAVED. LONG LIVE THE KING!" –President Donald J. Trump pic.twitter.com/IMr4tq0sMB— The White House (@WhiteHouse) February 19, 2025 Um hálftíma seinna birti svo opinber reikningur Hvíta hússins á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, mynd af Trump með gimsteinum skrýdda kórónu á höfði standa brosandi fyrir framan háhýsi New York-borgar. Í færslunni hafa þau fyrrnefnt tíst eftir forsetanum. Myndin er búin til með aðstoð gervigreindar og virðist vera stæling á forsíðum tímaritsins Time. Forsíðufyrirsögnin er: „Konungurinn lengi lifi.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17 Danir ausa milljörðum í varnarmál Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. 19. febrúar 2025 22:52 Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. 19. febrúar 2025 11:08 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Sjá meira
Ummæli Trumps lofi ekki góðu Prófessor í stjórnmálafræði segir það ágætt að umræður um vopnahlé séu hafnar en ummæli Bandaríkjaforseta lofi hins vegar ekki góðu. Jákvæðar afleiðingar séu að Evrópuríki verji mun meiri fjármunum til stuðnings Úkraínu. 19. febrúar 2025 23:17
Danir ausa milljörðum í varnarmál Forsætisráðherra Danmerkur hefur tilkynnt stórfelldar aukningar í fjárúthlutun til varnarmála. Eftir neyðarfund Frakklandsforseta fyrr í vikunni sagði hún Evrópu þurfa að vígbúast. 19. febrúar 2025 22:52
Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. 19. febrúar 2025 11:08