
Innlent
Ekki gerð sérstök refsing
Tveimur mönnum um tvítugt var í Héraðsdómi Reykjaness í gær ekki gerð sérstök refsing fyrir að hafa stolið bensíni á bíl í tvígang. Mennirnir stálu bensíninu á bílinn á Esso-bensínstöðinni í Lækjargötu í Hafnarfirði með tveggja daga millibili í september árið 2003. Samtals stálu þeir bensíni fyrir tæpar tíu þúsund krónur. Mennirnir hafa báðir áður gerst sekir um refsiverða háttsemi.
Mest lesið
Fleiri fréttir
×