Hafís nær landi á Ströndum 14. mars 2005 00:01 Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði. Hafísinn færir sig enn nær landinu og hefur safnast nokkur ís saman í fjörðum, víkum og á strandir landsins. Í gærmorgun sást fyrsti ísjakinn í Trékyllisvík á Ströndum og þar hann hefur víða safnast við ströndina. Landhelgisgæslan kannaði legu íssins í dag og var hann næstur landi við Kögur. Eins er ísinn um 20 sjómílur norðverstur af Grímsey en nokkuð lengra frá Fonti á Langanesi. Frá Veðurstofunni koma þær upplýsingar að siglingleiðir við í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Erlent olíuflutningaskip bíður nú átekta í Eyjafirði þar sem það leggur ekki í að sigla í gegnum hafísinn. Við Litlu-Ávík hefur hafís ekki verið meiri síðan árið 1979. Enn meiri ís er lengra út á firði, bæði ísspangir og stöku jakar. Jón Guðbjörn Guðjónsson veðurathugunarmaður hefur fylgst með ísnum þokast að landi. Hann segir að í gærmorgun hafi hann farið að fylgjast með ísnum þar sem hann hafi átt von á honum. Þá hafi hann séð ísjakabrot leggja inn með landinu í áttina að Trékyllisvík. Jón Guðbjörn er fæddur og uppalinn á Ströndum en hann settist þar að aftur árið 1995. Hann segir ísinn nú ekki hafa mikil óþægindi í för með sér á þessum árstíma. Ef hann leggist að landi og verði fram undir næstu mánaðamót hefti það þó störf sjómanna sem þá leggi net fyrir grásleppu. En óttast hann að ísbirnir slæðist með hafísnum? Jón neitar því en segist vita það geit alltaf komið með ísnum þótt hann sé lítill. Hann sé byssulaus en honum skiljist að það þurfi að hringja í ráðherra og spyrja hvort skjóta megi björn en hann væri þá væntanlega orðinn birninum að bráð áður. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, telur hafísinn ekki koma til með að hafa langvarandi áhrif á veðurfar í þetta skipti og segir aðstæður nú vera sérstakar. Hann muni eftir tveimur svipuðum tilvikum. Árið 1959 hafi verið langvarandi suðvestanátt en enginn ís hafi komið þá. Árið 1965 hafi áttin hins vegar verið svipuð og borið ísinn austur eftir en þá hafi komið fjögurra til fimm mánaða langt ístímabil vegna þess hve kaldur sjórinn var fyrir norðan hafísinn. Páll segir ólíklegt að hafísinn hafi áhrif á líf sjávar eða gróðurfar. Hann telji að von sé á góðu gróðursumri. Búist er við að hafísinn haldi áfram að þéttast inn á fjörðum og flóum norðanlands næstu daga enda er spáð norðaustanátt út vikuna. Það er ekki fyrr en á laugardag sem Veðurstofan gerir ráð fyrir að vindátt snúist en spáð er austanátt með hlýnandi veðri.MYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHG Fréttir Innlent Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði. Hafísinn færir sig enn nær landinu og hefur safnast nokkur ís saman í fjörðum, víkum og á strandir landsins. Í gærmorgun sást fyrsti ísjakinn í Trékyllisvík á Ströndum og þar hann hefur víða safnast við ströndina. Landhelgisgæslan kannaði legu íssins í dag og var hann næstur landi við Kögur. Eins er ísinn um 20 sjómílur norðverstur af Grímsey en nokkuð lengra frá Fonti á Langanesi. Frá Veðurstofunni koma þær upplýsingar að siglingleiðir við í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Erlent olíuflutningaskip bíður nú átekta í Eyjafirði þar sem það leggur ekki í að sigla í gegnum hafísinn. Við Litlu-Ávík hefur hafís ekki verið meiri síðan árið 1979. Enn meiri ís er lengra út á firði, bæði ísspangir og stöku jakar. Jón Guðbjörn Guðjónsson veðurathugunarmaður hefur fylgst með ísnum þokast að landi. Hann segir að í gærmorgun hafi hann farið að fylgjast með ísnum þar sem hann hafi átt von á honum. Þá hafi hann séð ísjakabrot leggja inn með landinu í áttina að Trékyllisvík. Jón Guðbjörn er fæddur og uppalinn á Ströndum en hann settist þar að aftur árið 1995. Hann segir ísinn nú ekki hafa mikil óþægindi í för með sér á þessum árstíma. Ef hann leggist að landi og verði fram undir næstu mánaðamót hefti það þó störf sjómanna sem þá leggi net fyrir grásleppu. En óttast hann að ísbirnir slæðist með hafísnum? Jón neitar því en segist vita það geit alltaf komið með ísnum þótt hann sé lítill. Hann sé byssulaus en honum skiljist að það þurfi að hringja í ráðherra og spyrja hvort skjóta megi björn en hann væri þá væntanlega orðinn birninum að bráð áður. Páll Bergþórsson, fyrrverandi veðurstofustjóri, telur hafísinn ekki koma til með að hafa langvarandi áhrif á veðurfar í þetta skipti og segir aðstæður nú vera sérstakar. Hann muni eftir tveimur svipuðum tilvikum. Árið 1959 hafi verið langvarandi suðvestanátt en enginn ís hafi komið þá. Árið 1965 hafi áttin hins vegar verið svipuð og borið ísinn austur eftir en þá hafi komið fjögurra til fimm mánaða langt ístímabil vegna þess hve kaldur sjórinn var fyrir norðan hafísinn. Páll segir ólíklegt að hafísinn hafi áhrif á líf sjávar eða gróðurfar. Hann telji að von sé á góðu gróðursumri. Búist er við að hafísinn haldi áfram að þéttast inn á fjörðum og flóum norðanlands næstu daga enda er spáð norðaustanátt út vikuna. Það er ekki fyrr en á laugardag sem Veðurstofan gerir ráð fyrir að vindátt snúist en spáð er austanátt með hlýnandi veðri.MYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHGMYND/LHG
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira