Óvíst með samruna félaganna 14. mars 2005 00:01 Pálmi Haraldsson, annar tveggja aðaleigenda lágfargjaldaflugfélagsins Iceland Express, segir að viðræður um kaup á norræna flugfélaginu Sterling hafi staðið yfir síðan á síðari hluta síðasta árs. Hann vill ekki tjá sig um hvort stefnt sé að samruna félaganna og segir uppsagnir ekki á döfinni til að hagræða í rekstri þeirra. Það eru Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, tveir aðaleigendur Iceland Express, sem keyptu Sterling. Sterling er skráð norskt fyrirtæki, en það var upphaflega stofnað af Eilíf Krogager sem á sínum tíma stofnaði ferðaskrifstofuna Tjæreborg og kom Dönum og reyndar mörgum Íslendingum upp á bragðið með að flatmaga á spönskum sólarströndum um miðja síðustu öld. Sterling flutti á síðasta ári tæpar tvær milljónir farþega, en til samanburðar má geta þess að heildarfarþegafjöldi Icelandair í fyrra var um 1,3 milljónir. Pálmi Haraldsson staðfesti að kaupverðið hefði verið tæpir fimm milljarðar íslenskra króna, en fréttastofa Bylgjunnar náði tali af honum rétt í þann mund sem hann kom í höfuðstöðvar Sterling í morgun í Kaupmannahöfn. Aðspurður hvað hafi valdið því að ráðist hafi verið í kaup á flugfélaginu segir Pálmi að kaupendurnir hafi séð ákveðin tækifæri í félaginu og þeir telji sig vera að gera mjög góð kaup. Um sé að ræða stórt fyrirtæki og þekkt vörumerki í Skandinavíu. Það hafi starfað lengi og sé það sem kaupendurnir hafi verið að leita að í langan tíma. Pálmi segir að viðræður við eigendur félagsins um kaup á því hafi hafist seinni hluta síðasta árs og þeir hafi staðið í ströngu í viðræðum í marga mánuði. Niðurstaðan hafi orðið sú að hann og Jóhannes hafi keypt félagið á laugardaginn. Pálmi vill ekki tjá sig um það á þessari stundu hvort til standi að sameina Sterling og Iceland Express en segist aðspurður ekki eiga von á því að til uppsagna komi hjá flugfélögunum tveimur vegna hagræðingar. Spurður hvað íslenskir neytendur græði á þessu segir Pálmi að það sé alveg ljóst að ef fólk fari inn á heimasíðu Sterling og skoði tilboð þar og ferðist með Iceland Express þá finnist margir möguleikar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Pálmi Haraldsson, annar tveggja aðaleigenda lágfargjaldaflugfélagsins Iceland Express, segir að viðræður um kaup á norræna flugfélaginu Sterling hafi staðið yfir síðan á síðari hluta síðasta árs. Hann vill ekki tjá sig um hvort stefnt sé að samruna félaganna og segir uppsagnir ekki á döfinni til að hagræða í rekstri þeirra. Það eru Pálmi Haraldsson og Jóhannes Kristinsson, tveir aðaleigendur Iceland Express, sem keyptu Sterling. Sterling er skráð norskt fyrirtæki, en það var upphaflega stofnað af Eilíf Krogager sem á sínum tíma stofnaði ferðaskrifstofuna Tjæreborg og kom Dönum og reyndar mörgum Íslendingum upp á bragðið með að flatmaga á spönskum sólarströndum um miðja síðustu öld. Sterling flutti á síðasta ári tæpar tvær milljónir farþega, en til samanburðar má geta þess að heildarfarþegafjöldi Icelandair í fyrra var um 1,3 milljónir. Pálmi Haraldsson staðfesti að kaupverðið hefði verið tæpir fimm milljarðar íslenskra króna, en fréttastofa Bylgjunnar náði tali af honum rétt í þann mund sem hann kom í höfuðstöðvar Sterling í morgun í Kaupmannahöfn. Aðspurður hvað hafi valdið því að ráðist hafi verið í kaup á flugfélaginu segir Pálmi að kaupendurnir hafi séð ákveðin tækifæri í félaginu og þeir telji sig vera að gera mjög góð kaup. Um sé að ræða stórt fyrirtæki og þekkt vörumerki í Skandinavíu. Það hafi starfað lengi og sé það sem kaupendurnir hafi verið að leita að í langan tíma. Pálmi segir að viðræður við eigendur félagsins um kaup á því hafi hafist seinni hluta síðasta árs og þeir hafi staðið í ströngu í viðræðum í marga mánuði. Niðurstaðan hafi orðið sú að hann og Jóhannes hafi keypt félagið á laugardaginn. Pálmi vill ekki tjá sig um það á þessari stundu hvort til standi að sameina Sterling og Iceland Express en segist aðspurður ekki eiga von á því að til uppsagna komi hjá flugfélögunum tveimur vegna hagræðingar. Spurður hvað íslenskir neytendur græði á þessu segir Pálmi að það sé alveg ljóst að ef fólk fari inn á heimasíðu Sterling og skoði tilboð þar og ferðist með Iceland Express þá finnist margir möguleikar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira