Fallegir hlutir til heimilisins 10. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Klemensdóttir, leirlistakona, kölluð Inga K., hefur nú þegar skapað sér nafn í listaheiminum, og munir hennar hafa verið til sölu í Gallerí Fold, Gallerí List og Gallerí Reykjavík. Inga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið tvær einkasýningar og listaverkin hennar eru sannarlega prýði á hverju heimili. Inga var í önnum á vinnustofu sinni þegar Fréttablaðið tók hús á henni í vikunni. "Ég fór frekar seint af stað í nám," segir Inga. "Draumurinn blundaði í mér frá því ég var smástelpa, en örlögin höguðu því þannig að ég fór að vinna sem setjari á Morgunblaðinu og ílentist þar í mörg ár. Ég var orðin 36 ára og með þrjú börn þegar ég ákvað loksins að láta drauminn rætast og dreif mig í nám." Inga sér ekki eftir því og hefur notið hverrar mínútu frá því hún útskrifaðist úr keramikdeild Listaháskólans. "Ég opnaði vinnustofu hér í bílskúrnum meðan ég var í námi, en hér hefur aldrei komið bíll inn fyrir dyr," segir hún hlæjandi. Íslensk náttúra er Ingu afar hugleikin, ekki síst jöklarnir og bláminn, sem hún segir að eigi sér enga hliðstæðu. "Það er hvergi annars staðar þessi sérstaki blái litur," segir Inga sem hefur meðal annars hannað sérstaka línu í bláa litnum. Hún vinnur líka í postulín og á vinnustofunni getur að líta gullfallega lampa, kertastjaka, skálar og vasa úr postulíni. Þá hefur Inga gert fjölda veggmynda úr leir og segist nú dunda sér örlítið í glerinu sér til skemmtunar. "Þetta er bara svona auka," segir hún og sýnir blaðamanni ægifagra matardiska, servíettuhringi og skálar. Nú er Inga á leið í samstarf við aðra Ingu, Ingu Maríu Sverrisdóttur listakonu, en þær stöllur unnu einmitt saman á Morgunblaðinu fyrir margt löngu. Inga María er nýkomin heim úr listnámi í Englandi og er með vinnustofu í verslun sinni Holtablómum á Langholtsvegi. Nú ætla þær að sameina krafta sína og vera með gallerí á Langholtsveginum ásamt Ásdísi Þórarinsdóttur myndlistakonu. Galleríið hefur hlotið nafnið Holtablóm _ 104 listgalleri, og þar bjóða stelpurnar upp á eigin muni í bland við allskyns gjafavöru og blóm. Galleríið opnar með með pompi og pragt á sunnudag en þá verður opið hús frá klukkan 13 til 18 og boðið upp á léttar veitingar og kaffi. Í tilefni Valentíusardagsins verða skemmtilegir hlutir í boði sem tengjast deginum. Súpu- og pastaskálarnar á veitingastaðnum Ítalíu eru eftir Ingu . FleiriGVAPostulínslamparnir eru afar fallegir og fást bæði sem lampar og loftljós.GVA Hús og heimili Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleiri fréttir Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Sjá meira
Ingibjörg Klemensdóttir, leirlistakona, kölluð Inga K., hefur nú þegar skapað sér nafn í listaheiminum, og munir hennar hafa verið til sölu í Gallerí Fold, Gallerí List og Gallerí Reykjavík. Inga hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið tvær einkasýningar og listaverkin hennar eru sannarlega prýði á hverju heimili. Inga var í önnum á vinnustofu sinni þegar Fréttablaðið tók hús á henni í vikunni. "Ég fór frekar seint af stað í nám," segir Inga. "Draumurinn blundaði í mér frá því ég var smástelpa, en örlögin höguðu því þannig að ég fór að vinna sem setjari á Morgunblaðinu og ílentist þar í mörg ár. Ég var orðin 36 ára og með þrjú börn þegar ég ákvað loksins að láta drauminn rætast og dreif mig í nám." Inga sér ekki eftir því og hefur notið hverrar mínútu frá því hún útskrifaðist úr keramikdeild Listaháskólans. "Ég opnaði vinnustofu hér í bílskúrnum meðan ég var í námi, en hér hefur aldrei komið bíll inn fyrir dyr," segir hún hlæjandi. Íslensk náttúra er Ingu afar hugleikin, ekki síst jöklarnir og bláminn, sem hún segir að eigi sér enga hliðstæðu. "Það er hvergi annars staðar þessi sérstaki blái litur," segir Inga sem hefur meðal annars hannað sérstaka línu í bláa litnum. Hún vinnur líka í postulín og á vinnustofunni getur að líta gullfallega lampa, kertastjaka, skálar og vasa úr postulíni. Þá hefur Inga gert fjölda veggmynda úr leir og segist nú dunda sér örlítið í glerinu sér til skemmtunar. "Þetta er bara svona auka," segir hún og sýnir blaðamanni ægifagra matardiska, servíettuhringi og skálar. Nú er Inga á leið í samstarf við aðra Ingu, Ingu Maríu Sverrisdóttur listakonu, en þær stöllur unnu einmitt saman á Morgunblaðinu fyrir margt löngu. Inga María er nýkomin heim úr listnámi í Englandi og er með vinnustofu í verslun sinni Holtablómum á Langholtsvegi. Nú ætla þær að sameina krafta sína og vera með gallerí á Langholtsveginum ásamt Ásdísi Þórarinsdóttur myndlistakonu. Galleríið hefur hlotið nafnið Holtablóm _ 104 listgalleri, og þar bjóða stelpurnar upp á eigin muni í bland við allskyns gjafavöru og blóm. Galleríið opnar með með pompi og pragt á sunnudag en þá verður opið hús frá klukkan 13 til 18 og boðið upp á léttar veitingar og kaffi. Í tilefni Valentíusardagsins verða skemmtilegir hlutir í boði sem tengjast deginum. Súpu- og pastaskálarnar á veitingastaðnum Ítalíu eru eftir Ingu . FleiriGVAPostulínslamparnir eru afar fallegir og fást bæði sem lampar og loftljós.GVA
Hús og heimili Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleiri fréttir Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Sjá meira