Um 55% bóta eftir læknismeðferð 10. febrúar 2005 00:01 Um 55 prósent bótamála sjúklingatrygginga hjá Tryggingastofnun ríkisins fellur undir lagaákvæði um að "ekki hafi verið staðið eins vel að læknismeðferð og unnt var," eins og Una Björk Ómarsdóttir orðar það á vef TR. Af þeim málum sem samþykkt voru bótaskyld samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu 2001 - 2004 féllu 42 undir ofangreindan flokk en 35 undir að "um væri að ræða fylgikvilla meðferðar sem ekki hefði verið hægt að komast hjá." Flest málanna vörðuðu bæklunarskurðlækningar, skurðlækningar og kvensjúkdóma og fæðingarhjálp. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu TR 2001 - 2004 um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sagði vegna fjölda bótamála eftir læknismeðferð að þessi mál væri ekki hægt að flokka á einu bretti undir læknamistök þar sem grunur léki á stórkostlegri vanrækslu heilbrigðisstarfsmanns í starfi og jafnvel málshöfðun. Þarna væri spurningin um bætur vegna þess að meðferð hefði eftir á að hyggja getað verið öðruvísi og hugsanlegt að hlutirnir hefðu komið betur út. Í einstökum tilvikum gætu einstaklingar leitað bæði til TR og landlæknisembættisins með mál sín, en það væri ekki algilt. Lög um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar 2001 og samkvæmt þeim eru þeir sjúklingar tryggðir sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Alls bárust Tryggingastofnun 84 umsóknir árið 2004 og voru 45 þeirra samþykktar, en 39 synjað. Heildarbótagreiðslur námu ríflega 37 milljónum króna. Tryggingastofnun gagnrýnir að hámark bóta sé ekki hærra en raun ber vitni, en það er tæpar 5,7 milljónir króna. Þetta þýði að þeir sem verði fyrir miklu tjóni fái það ekki bætt að fullu, en hinir sem verði fyrir minna tjóni fái það að fullu bætt. HEILDARBÓTAGREIÐSLUR 2001 76.268 2002 1.507.056 2003 11.596.014 2004 37.634.679 Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Um 55 prósent bótamála sjúklingatrygginga hjá Tryggingastofnun ríkisins fellur undir lagaákvæði um að "ekki hafi verið staðið eins vel að læknismeðferð og unnt var," eins og Una Björk Ómarsdóttir orðar það á vef TR. Af þeim málum sem samþykkt voru bótaskyld samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu 2001 - 2004 féllu 42 undir ofangreindan flokk en 35 undir að "um væri að ræða fylgikvilla meðferðar sem ekki hefði verið hægt að komast hjá." Flest málanna vörðuðu bæklunarskurðlækningar, skurðlækningar og kvensjúkdóma og fæðingarhjálp. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu TR 2001 - 2004 um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sagði vegna fjölda bótamála eftir læknismeðferð að þessi mál væri ekki hægt að flokka á einu bretti undir læknamistök þar sem grunur léki á stórkostlegri vanrækslu heilbrigðisstarfsmanns í starfi og jafnvel málshöfðun. Þarna væri spurningin um bætur vegna þess að meðferð hefði eftir á að hyggja getað verið öðruvísi og hugsanlegt að hlutirnir hefðu komið betur út. Í einstökum tilvikum gætu einstaklingar leitað bæði til TR og landlæknisembættisins með mál sín, en það væri ekki algilt. Lög um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar 2001 og samkvæmt þeim eru þeir sjúklingar tryggðir sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Alls bárust Tryggingastofnun 84 umsóknir árið 2004 og voru 45 þeirra samþykktar, en 39 synjað. Heildarbótagreiðslur námu ríflega 37 milljónum króna. Tryggingastofnun gagnrýnir að hámark bóta sé ekki hærra en raun ber vitni, en það er tæpar 5,7 milljónir króna. Þetta þýði að þeir sem verði fyrir miklu tjóni fái það ekki bætt að fullu, en hinir sem verði fyrir minna tjóni fái það að fullu bætt. HEILDARBÓTAGREIÐSLUR 2001 76.268 2002 1.507.056 2003 11.596.014 2004 37.634.679
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira