Innlent

Sjálfstæðismenn vilja úttekt

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri úttekt á þeim stjórnkerfisbreytingum sem staðið hafa yfir frá því sumarið árið 2002. Tillaga þessa efnis var lögð fyrir borgarráð í gær en afgreiðslu hennar frestað. Samkvæmt tillögunni vilja sjálfstæðismenn meðal annars fá upplýsingar um heildarkostnað vegna breytinganna og hversu margir starfsmenn hafi skipt um störf og muni skipta um störf vegna þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×