Tíska og hönnun

Mona komin til Íslands

Verslunin Mona opnar laugardaginn 9. apríl á Laugavegi 66. Markmið verslunarinnar er að selja vandaðan fatnað og fylgihluti en einnig verða vörur nokkurra íslenskra hönnuða til sölu í versluninni.

Mona var stofnað árið 1989 í Belgrad í fyrrum Júgóslavíu. Helstu framleiðsluvörur þess eru fatnaður og töskur úr sérvöldu leðri frá Ítalíu en fyrirtækið framleiðir einnig fatnað úr öðrum efnum. Vörur fyrirtækisins eru seldar í fjörutíu Mona-verslunum í Serbíu, Svartfjallalandi, Bosníu-Hersegóvínu, Króatíu, Rússlandi, Tékklandi, Þýskalandi -- og nú fyrst á Íslandi.

Meðal íslenskra hönnuða sem munu selja vörur sínar í versluninni verða SES design, Elín Agla Briem, Anna Gunnarsdóttir, Dýrfinna Torfadóttir og Snúlla Design.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×