Óttast afleiðingar við sölu sjóðs 7. apríl 2005 00:01 Einhver banki eða peningastofnun mun eignast fyrsta veðrétt í nær öllum bújörðum hér á landi ef hugmyndir um að selja Lánasjóð landbúnaðarins á almennum peningamarkaði ná fram að ganga. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á þessu og hugsanlegum afleiðingum í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í morgun, en sjóðurinn er opinber sjóður sem bændur hafa byggt upp með greiðslum og nýtur ríkisábyrgðar. Jón sagði að bændum hefði brugðið þegar tilkynnt hefði verið í fréttum Ríkissjónvarpsins 30. mars að ríkisstjórnin hefði ákveðið að selja lánasjóðinn og að svo kynni að fara að viðskiptabanki í eigu hinna ýmsu eignarhaldsfélaga, fjársterkra einstaklinga eða fyrirtækjasamsteypna eignaðist fyrsta veðrétt í nánast öllum jörðum á Íslandi. Fyrsti veðréttur á öllum jörðum í höndum bankastofnana sem eingöngu hugsuðu um tímabundinn gróða gæti á skömmum tíma gjörbreytt eignarhaldi á jörðum og búsetumynstri í landinu. Jón sagðist ekki viss um að það væri vilji þjóðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar hefur sjóðurinn verið mjög sveigjanlegur í innheimtu á lánum, langt umfram það sem nú tíðkast á peningamarkaðnum og óttast nú ýmsir að með harðari innheimtuaðgerðum kunni fjölmargar bújarðir að falla í hendur nýrra eigenda ef sjóðurinn verði seldur. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skipaði um síðustu áramót starfshóp til að fara yfir mál sjóðsins í ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu á almenna fjármálamarkaðnum. Hann fullvissaði Jón Bjarnason að fullt samráð yrði haft við bændur um allar breytingar og meðal annars yrði skoðaður sá möguleiki að eignir sjóðsins umfram skuldbindingar rynnu í Lífeyrissjóð bænda ef til sölu kæmi. Hann óttaðist ekki að hagsmunum bænda yrði stefnt í voða þótt nýr eigandi eignaðist fyrsta verðrétt í fjölda bújarða því nú væru sumir bændur þegar farnir að greiða upp lán sín við sjóðinn með öðrum hagstæðari lánum og á hann þar væntanlega við vel stæða bændur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira
Einhver banki eða peningastofnun mun eignast fyrsta veðrétt í nær öllum bújörðum hér á landi ef hugmyndir um að selja Lánasjóð landbúnaðarins á almennum peningamarkaði ná fram að ganga. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri - grænna, vakti athygli á þessu og hugsanlegum afleiðingum í utandagskrárumræðu um málið á Alþingi í morgun, en sjóðurinn er opinber sjóður sem bændur hafa byggt upp með greiðslum og nýtur ríkisábyrgðar. Jón sagði að bændum hefði brugðið þegar tilkynnt hefði verið í fréttum Ríkissjónvarpsins 30. mars að ríkisstjórnin hefði ákveðið að selja lánasjóðinn og að svo kynni að fara að viðskiptabanki í eigu hinna ýmsu eignarhaldsfélaga, fjársterkra einstaklinga eða fyrirtækjasamsteypna eignaðist fyrsta veðrétt í nánast öllum jörðum á Íslandi. Fyrsti veðréttur á öllum jörðum í höndum bankastofnana sem eingöngu hugsuðu um tímabundinn gróða gæti á skömmum tíma gjörbreytt eignarhaldi á jörðum og búsetumynstri í landinu. Jón sagðist ekki viss um að það væri vilji þjóðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu Bylgjunnar hefur sjóðurinn verið mjög sveigjanlegur í innheimtu á lánum, langt umfram það sem nú tíðkast á peningamarkaðnum og óttast nú ýmsir að með harðari innheimtuaðgerðum kunni fjölmargar bújarðir að falla í hendur nýrra eigenda ef sjóðurinn verði seldur. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra skipaði um síðustu áramót starfshóp til að fara yfir mál sjóðsins í ljósi nýrrar og gjörbreyttrar stöðu á almenna fjármálamarkaðnum. Hann fullvissaði Jón Bjarnason að fullt samráð yrði haft við bændur um allar breytingar og meðal annars yrði skoðaður sá möguleiki að eignir sjóðsins umfram skuldbindingar rynnu í Lífeyrissjóð bænda ef til sölu kæmi. Hann óttaðist ekki að hagsmunum bænda yrði stefnt í voða þótt nýr eigandi eignaðist fyrsta verðrétt í fjölda bújarða því nú væru sumir bændur þegar farnir að greiða upp lán sín við sjóðinn með öðrum hagstæðari lánum og á hann þar væntanlega við vel stæða bændur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Fleiri fréttir Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Sjá meira