San Antonio 3 - Seattle 2 18. maí 2005 00:01 Nate McMillan, þjálfari Seattle brýndi fyrir sínum mönnum að byrja fyrsta og þriðja fjórðung af krafti í leiknum í nótt, en leikmenn hans brugðust við með því að gera hið andstæða. San Antonio náði fljótt forystu í leiknum og vann nokkuð auðveldan sigur 103-90. Seattle hitti ekki úr fyrstu sjö skotum sínum í leiknum á meðan heimamenn í San Antonio fóru mikinn frá fyrstu mínútu eins og jafnan þegra þeir leika heima. Manu Ginobili var settur aftur í byrjunarliðið og svaraði því með því að skora 39 stig í leiknum og var hreint út sagt frábær í sóknarleiknum. Spurs fengu líka góða hjálp frá miðherja sínum Nazr Mohammed sem átti óvænt framlag í sóknarleiknum og Bruce Bowen hafði aðal skyttu Seattle í strangri gæslu, því Ray Allen skoraði aðeins 19 stig í leiknum. Sonics léku án Rashard Lewis sem er enn meiddur, en það er von manna að hann verði klár í slaginn í næsta leik, sem verður í Seattle. Það verður sannkallaður úrslitaleikur fyrir Seattle, því nú dugir Spurs að vinna einn leik til að komast í úrslit vesturdeildarinnar. "Mér var mikið í mun að koma með mikla baráttu inn í leikinn og mér er slétt sama hvort það er af bekknum eða byrjunarliðinu. Ég vildi bara keyra mikið að körfunni og reyna að skapa hluti fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem er að spila æ stærri rullu í liði San Antonio. "Manu var frábær og leiddi okkur í gegn um leikinn. Við Tony (Parker) vorum ekki að ná okkur sérstaklega á strik í leiknum, svo að Manu var okkur ómetanlegur í leiknum," sagði Tim Duncan hjá Spurs eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 39 stig (6 stoðs), Tim Duncan 20 stig (14 frák), Nazr Mohammed 19 stig (7 frák), Tony Parker 11 stig, Bruce Bowen 8 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 19 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 17 stig, Nick Collison 14 stig, Luke Ridnour 12 stig (6 frák), Jerome James 10 stig. NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Nate McMillan, þjálfari Seattle brýndi fyrir sínum mönnum að byrja fyrsta og þriðja fjórðung af krafti í leiknum í nótt, en leikmenn hans brugðust við með því að gera hið andstæða. San Antonio náði fljótt forystu í leiknum og vann nokkuð auðveldan sigur 103-90. Seattle hitti ekki úr fyrstu sjö skotum sínum í leiknum á meðan heimamenn í San Antonio fóru mikinn frá fyrstu mínútu eins og jafnan þegra þeir leika heima. Manu Ginobili var settur aftur í byrjunarliðið og svaraði því með því að skora 39 stig í leiknum og var hreint út sagt frábær í sóknarleiknum. Spurs fengu líka góða hjálp frá miðherja sínum Nazr Mohammed sem átti óvænt framlag í sóknarleiknum og Bruce Bowen hafði aðal skyttu Seattle í strangri gæslu, því Ray Allen skoraði aðeins 19 stig í leiknum. Sonics léku án Rashard Lewis sem er enn meiddur, en það er von manna að hann verði klár í slaginn í næsta leik, sem verður í Seattle. Það verður sannkallaður úrslitaleikur fyrir Seattle, því nú dugir Spurs að vinna einn leik til að komast í úrslit vesturdeildarinnar. "Mér var mikið í mun að koma með mikla baráttu inn í leikinn og mér er slétt sama hvort það er af bekknum eða byrjunarliðinu. Ég vildi bara keyra mikið að körfunni og reyna að skapa hluti fyrir okkur," sagði Manu Ginobili, sem er að spila æ stærri rullu í liði San Antonio. "Manu var frábær og leiddi okkur í gegn um leikinn. Við Tony (Parker) vorum ekki að ná okkur sérstaklega á strik í leiknum, svo að Manu var okkur ómetanlegur í leiknum," sagði Tim Duncan hjá Spurs eftir leikinn. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 39 stig (6 stoðs), Tim Duncan 20 stig (14 frák), Nazr Mohammed 19 stig (7 frák), Tony Parker 11 stig, Bruce Bowen 8 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 19 stig (6 stoðs), Antonio Daniels 17 stig, Nick Collison 14 stig, Luke Ridnour 12 stig (6 frák), Jerome James 10 stig.
NBA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira