Formannsslagur og framtíðarsýn 18. maí 2005 00:01 Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, telur að framtíðarsýn og hugmyndafræði jafnaðarmanna hafi ekki notið sín sem skyldi í baráttunni um formannsstólinn í Samfykingunni undanfarna mánuði. Hann kveðst ganga lengra í ályktunum en framtíðarhópur flokksins og skilgreinir sig sem róttækan endurskoðunarsinna. Jafnaðarmenn tefla svonefndri lýðræðisvæðingu gegn markaðsvæðingu hægriaflanna. Hvað skyldi vera átt við með því? Stefán Jón segir að skapast hafi forsendur í auðugu, vel upplýstu og menntuðu samfélagi til þess að verkefni, sem varða almannaheill og jafnaðarmenn lögðu eitt sinn áherslu á að væru í höndum ríkisins, flytjist til fólksins. "Hagsmuna almennings væri eftir sem áður gætt undir breyttum rekstrarforsendum um leið og unnt yrði að laða fleira fólk til ábyrgðar og þátttöku. Ríkið gæti fært verkefni frá sér til burðugra sveitarfélaga. Og þessi tilteknu sveitarfélög gætu fært verkefnin áfram nær íbúunum, til notendanna sjálfra. Þetta er í rauninni viðbragð við hnattvæðingunni þar sem þjóðríkið hefur ekki sama vægi og áður. Þjóðríkið hefur heldur ekki sama vægi og áður gagnvart staðbundnu valdi og kalli frá íbúunum um frekara ákvörðunarvald yfir daglegu lífi sínu. Þjóðríkið er þarna klemmt á milli og það á að færa völd út til fólksins til þess að þróunin geti orðið á forsendum þess." Aukin völd fólksins Stefán Jón gæti að margra mati verið að tala fyrir venjulegri einkavæðingu verkefna sem ríki og sveitarfélög fást við nú. Hann neitar því og segir þetta snúast um tvo meginþætti. "Í fyrsta lagi er að auka notendavald í skólum, heimilum fyrir aldraða, heilbrigðisstofnunum og ýmsum stofnunum. Notendur eiga að hafa meira um það að segja hvernig þjónustan er veitt. Þetta er ekki valið milli einkavæðingar og opinbers reksturs heldur eru þarna rekstrarform á milli sem gefa notendum meira vald til þess að ákveða hvar og hvernig þjónustan er veitt. Þetta kallar á dreifða stýringu. Hins vegar er ég líka að tala um að mikilvæg verkefni í samfélaginu, til dæmis neytendaþjónusta og neytendavernd, eigi ekki að vera í höndum stofnana. Ég er til dæmis á móti því að stofna embætti umboðsmanns neytenda. Þessháttar þjónustu á að flytja yfir til félagasamtaka sem yrðu styrkt og bæru ábyrgð gagnvart almenningi. Þetta á líka við um umhverfismál þar sem stjórnvöld þurfa gagnrýnið aðhald. Umhverfismálin á ekki að stofnanavæða heldur fela félagasamtökum málaflokkinn með samningum. Slík samtök gætu veitt þetta aðhald, uppfrætt almenning og svo framvegis. Ég hef nefnt mannréttindamál í þriðja lagi. Umræðan um Mannréttindaskrifstofu Íslands sýnir ljóslega hvernig valdastjórnmál eru andstæð minni hugmynd um lýðræðisstjórnmál. Mannréttindaskrifstofan á einmitt að veita stjórnvöldum aðhald og við eigum að styrkja hana til þess. Hvar er stefnan? Málsmetandi menn, stjórnmálaskýrendur og leiðarahöfundar hafa rökstutt að sýn Samfylkingarinnar á framtíðina sé harla óskýr. Jafnvel gengið svo langt að segja að hana skorti að mestu. Hópur flokksmanna hefur engu að síður setið löngum stundum yfir þessari framtíðarsýn. "Ég tek fram að ég er mjög ánægður og stoltur af framtíðarhópnum," segir Stefán Jón. "Ég átti stóran hlut í því að koma honum á laggirnar sem formaður framkvæmdastjórnarinnar. Framtíðarvinnan er eitt hið besta sem við höfum gert á umliðnum árum. Ég finn sjálfur til ábyrgðar að láta til mín taka á þann hátt að leggja inn hugmyndir að endurskoðun jafnaðarstefnunnar á tuttugustu og fyrstu öldinni. Ég leyfi mér að draga víðtækari ályktanir en hópurinn getur gert. Sá er munurinn á framtíðarhópnum og því sem ég set fram í eigin nafni. Hins vegar verð ég að segja að formannsslagurinn milli Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hefur ekki skilað nægilega frjórri umræðu um þá endurskoðun á stefnumiðum sem nú þegar fer fram og þarf að fara fram meðal jafnaðarmanna innan flokks og utan. Það var tilgangur minn með ritgerð sem ég skrifaði fyrr í vetur um þessa endurskoðun að koma þessum hugmyndum af stað inn í formannsslaginn. Það hefur að sumu leyti tekist en ekki að öllu leyti. Þetta tengist títtnefndum umræðustjórnmálum. Hægt er að gera umbætur með tilskipunum að ofan. Eigi menn að ná fram gagngerum umbótum þarf að gera það undir þeim formerkjum að menn séu sáttir, skilji út á hvað umbæturnar ganga og séu tilbúnir að gera þær að sínum. Í þessu tel ég að samræðustjórnmál felist. Þau eru einnig leið til þess að halda á lofti gildum jafnaðarstefnunnar án þess að stofnanir eða eftirlitsiðnaður sé fenginn til þess að útfæra þær." Stórfyrirtækin bera ábyrgð Stefán Jón segir verðugt verkefni að skilgreina stöðu og ábyrgð stórfyrirtækja í nútímasamfélaginu. "Þetta er mjög verðugt verkefni. Við sjáum að auðvaldinu vex ásmegin. Á móti því tefli ég tveimur hugtökum um lýðræðisvæðingu en þar er hugtakið um félagsauð mjög mikilvægt. Félagsauður er spurning um færni fólks sem gerir því kleift að kljást við afl auðvaldsins og stórfyrirtækja. En þetta þarfnast lagastoðar og samfélagsgerðar sem knýr stórfyrirtækin til ábyrgðar. Ég nefni sem dæmi að lífeyrissjóðunum er ekki lýðræðislega stýrt. Við eigum líka að leggja samfélagslegar skyldur á fyrirtæki sem fá aðgang að sameiginlegum auðlindum landsmanna, hvort heldur um er að ræða aðgang að fiskimiðum, orkulindum eða jarðnæði. Fyrirtækin eiga að standa samfélagslega ábyrg gagnvart starfsfólki sínu, réttindum og skyldum og umhverfinu svo nokkuð sé nefnt. Þetta stillir auðvaldinu upp við vegg. Ef það vill ekki vera hluti af samfélaginu viljum við hin heldur ekki hafa það með okkur." Einkarekstur, ríkisrekstur eða ... Stefán Jón segir að á nýliðinni öld hafi jafnaðarmenn annars vegar hengt sig í ríkisafskipti til þess að verja velferðarkerfið og jöfnuðinn en hins vegar hopað undan nýfrjálshyggjunni og einkavæðingarstefnunni. Hann segir hvorugt ganga upp. "Þriðja leiðin er ef til vill sú leið sem Blair í Bretlandi og Schröder í Þýskalandi hafa fetað, ekki alltaf með góðum árangri. Við eigum að efla það sem kalla mætti almenning (public sphere) sem miðlar á milli einkareksturs og opinbers reksturs. Þarna er gríðarlegt svigrúm til þess að færa út vald og verkefni með skilgreindu ábyrgðarsviði til fólksins í landinu. Þar nýtir einkarekstur sér arðsemiskröfuna og það getur átt vel við í sumum tilvikum. Í opinberri þjónustu á þessi arðsemiskrafa ekki við en þá blasir við að opinberar stofnanir eru oft á tíðum mjög þunglamalegar. Ég tel að einstaklingar og frjáls félagasamtök eigi miklu auðveldara með að bregðast við þörfum þjónustumarkaðarins sem ég kalla svo. Ég sé til dæmis fyrir mér að grunnskólar verði áfram í opinberum rekstri en jafnframt að við eigum eftir að nýta okkur miklu betur menntaframboð utan við grunnskólanetið," segir Stefán Jón Hafstein að endingu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira
Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, telur að framtíðarsýn og hugmyndafræði jafnaðarmanna hafi ekki notið sín sem skyldi í baráttunni um formannsstólinn í Samfykingunni undanfarna mánuði. Hann kveðst ganga lengra í ályktunum en framtíðarhópur flokksins og skilgreinir sig sem róttækan endurskoðunarsinna. Jafnaðarmenn tefla svonefndri lýðræðisvæðingu gegn markaðsvæðingu hægriaflanna. Hvað skyldi vera átt við með því? Stefán Jón segir að skapast hafi forsendur í auðugu, vel upplýstu og menntuðu samfélagi til þess að verkefni, sem varða almannaheill og jafnaðarmenn lögðu eitt sinn áherslu á að væru í höndum ríkisins, flytjist til fólksins. "Hagsmuna almennings væri eftir sem áður gætt undir breyttum rekstrarforsendum um leið og unnt yrði að laða fleira fólk til ábyrgðar og þátttöku. Ríkið gæti fært verkefni frá sér til burðugra sveitarfélaga. Og þessi tilteknu sveitarfélög gætu fært verkefnin áfram nær íbúunum, til notendanna sjálfra. Þetta er í rauninni viðbragð við hnattvæðingunni þar sem þjóðríkið hefur ekki sama vægi og áður. Þjóðríkið hefur heldur ekki sama vægi og áður gagnvart staðbundnu valdi og kalli frá íbúunum um frekara ákvörðunarvald yfir daglegu lífi sínu. Þjóðríkið er þarna klemmt á milli og það á að færa völd út til fólksins til þess að þróunin geti orðið á forsendum þess." Aukin völd fólksins Stefán Jón gæti að margra mati verið að tala fyrir venjulegri einkavæðingu verkefna sem ríki og sveitarfélög fást við nú. Hann neitar því og segir þetta snúast um tvo meginþætti. "Í fyrsta lagi er að auka notendavald í skólum, heimilum fyrir aldraða, heilbrigðisstofnunum og ýmsum stofnunum. Notendur eiga að hafa meira um það að segja hvernig þjónustan er veitt. Þetta er ekki valið milli einkavæðingar og opinbers reksturs heldur eru þarna rekstrarform á milli sem gefa notendum meira vald til þess að ákveða hvar og hvernig þjónustan er veitt. Þetta kallar á dreifða stýringu. Hins vegar er ég líka að tala um að mikilvæg verkefni í samfélaginu, til dæmis neytendaþjónusta og neytendavernd, eigi ekki að vera í höndum stofnana. Ég er til dæmis á móti því að stofna embætti umboðsmanns neytenda. Þessháttar þjónustu á að flytja yfir til félagasamtaka sem yrðu styrkt og bæru ábyrgð gagnvart almenningi. Þetta á líka við um umhverfismál þar sem stjórnvöld þurfa gagnrýnið aðhald. Umhverfismálin á ekki að stofnanavæða heldur fela félagasamtökum málaflokkinn með samningum. Slík samtök gætu veitt þetta aðhald, uppfrætt almenning og svo framvegis. Ég hef nefnt mannréttindamál í þriðja lagi. Umræðan um Mannréttindaskrifstofu Íslands sýnir ljóslega hvernig valdastjórnmál eru andstæð minni hugmynd um lýðræðisstjórnmál. Mannréttindaskrifstofan á einmitt að veita stjórnvöldum aðhald og við eigum að styrkja hana til þess. Hvar er stefnan? Málsmetandi menn, stjórnmálaskýrendur og leiðarahöfundar hafa rökstutt að sýn Samfylkingarinnar á framtíðina sé harla óskýr. Jafnvel gengið svo langt að segja að hana skorti að mestu. Hópur flokksmanna hefur engu að síður setið löngum stundum yfir þessari framtíðarsýn. "Ég tek fram að ég er mjög ánægður og stoltur af framtíðarhópnum," segir Stefán Jón. "Ég átti stóran hlut í því að koma honum á laggirnar sem formaður framkvæmdastjórnarinnar. Framtíðarvinnan er eitt hið besta sem við höfum gert á umliðnum árum. Ég finn sjálfur til ábyrgðar að láta til mín taka á þann hátt að leggja inn hugmyndir að endurskoðun jafnaðarstefnunnar á tuttugustu og fyrstu öldinni. Ég leyfi mér að draga víðtækari ályktanir en hópurinn getur gert. Sá er munurinn á framtíðarhópnum og því sem ég set fram í eigin nafni. Hins vegar verð ég að segja að formannsslagurinn milli Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hefur ekki skilað nægilega frjórri umræðu um þá endurskoðun á stefnumiðum sem nú þegar fer fram og þarf að fara fram meðal jafnaðarmanna innan flokks og utan. Það var tilgangur minn með ritgerð sem ég skrifaði fyrr í vetur um þessa endurskoðun að koma þessum hugmyndum af stað inn í formannsslaginn. Það hefur að sumu leyti tekist en ekki að öllu leyti. Þetta tengist títtnefndum umræðustjórnmálum. Hægt er að gera umbætur með tilskipunum að ofan. Eigi menn að ná fram gagngerum umbótum þarf að gera það undir þeim formerkjum að menn séu sáttir, skilji út á hvað umbæturnar ganga og séu tilbúnir að gera þær að sínum. Í þessu tel ég að samræðustjórnmál felist. Þau eru einnig leið til þess að halda á lofti gildum jafnaðarstefnunnar án þess að stofnanir eða eftirlitsiðnaður sé fenginn til þess að útfæra þær." Stórfyrirtækin bera ábyrgð Stefán Jón segir verðugt verkefni að skilgreina stöðu og ábyrgð stórfyrirtækja í nútímasamfélaginu. "Þetta er mjög verðugt verkefni. Við sjáum að auðvaldinu vex ásmegin. Á móti því tefli ég tveimur hugtökum um lýðræðisvæðingu en þar er hugtakið um félagsauð mjög mikilvægt. Félagsauður er spurning um færni fólks sem gerir því kleift að kljást við afl auðvaldsins og stórfyrirtækja. En þetta þarfnast lagastoðar og samfélagsgerðar sem knýr stórfyrirtækin til ábyrgðar. Ég nefni sem dæmi að lífeyrissjóðunum er ekki lýðræðislega stýrt. Við eigum líka að leggja samfélagslegar skyldur á fyrirtæki sem fá aðgang að sameiginlegum auðlindum landsmanna, hvort heldur um er að ræða aðgang að fiskimiðum, orkulindum eða jarðnæði. Fyrirtækin eiga að standa samfélagslega ábyrg gagnvart starfsfólki sínu, réttindum og skyldum og umhverfinu svo nokkuð sé nefnt. Þetta stillir auðvaldinu upp við vegg. Ef það vill ekki vera hluti af samfélaginu viljum við hin heldur ekki hafa það með okkur." Einkarekstur, ríkisrekstur eða ... Stefán Jón segir að á nýliðinni öld hafi jafnaðarmenn annars vegar hengt sig í ríkisafskipti til þess að verja velferðarkerfið og jöfnuðinn en hins vegar hopað undan nýfrjálshyggjunni og einkavæðingarstefnunni. Hann segir hvorugt ganga upp. "Þriðja leiðin er ef til vill sú leið sem Blair í Bretlandi og Schröder í Þýskalandi hafa fetað, ekki alltaf með góðum árangri. Við eigum að efla það sem kalla mætti almenning (public sphere) sem miðlar á milli einkareksturs og opinbers reksturs. Þarna er gríðarlegt svigrúm til þess að færa út vald og verkefni með skilgreindu ábyrgðarsviði til fólksins í landinu. Þar nýtir einkarekstur sér arðsemiskröfuna og það getur átt vel við í sumum tilvikum. Í opinberri þjónustu á þessi arðsemiskrafa ekki við en þá blasir við að opinberar stofnanir eru oft á tíðum mjög þunglamalegar. Ég tel að einstaklingar og frjáls félagasamtök eigi miklu auðveldara með að bregðast við þörfum þjónustumarkaðarins sem ég kalla svo. Ég sé til dæmis fyrir mér að grunnskólar verði áfram í opinberum rekstri en jafnframt að við eigum eftir að nýta okkur miklu betur menntaframboð utan við grunnskólanetið," segir Stefán Jón Hafstein að endingu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Sjá meira