Sögð of þung til að ættleiða barn 18. maí 2005 00:01 Kona hefur stefnt íslenska ríkinu vegna synjunar dómsmálaráðherra á umsókn hennar til að ættleiða barn frá Kína. Synjunin er byggð á því að konan sé yfir kjörþyngd, auk þess sem aldur hennar er tiltekinn. Þetta er fyrsta dómsmál sinnar tegundar hérlendis og hefst málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er nú 47 ára, einhleyp og barnlaus. Hún lagði fram umsókn um svokallað forsamþykki til ættleiðingar á síðari hluta árs 2003. Taldi hún það fyllilega raunhæft eftir að einhleypu fólki var gert auðveldara en áður að ættleiða barn með lagabreytingu 1999. Konan er alin upp í stórum systkinahóp og á bróður sem er þroskaheftur. Tók hún mikinn þátt í umönnun hans og ber enn fulla ábyrgð á bróður sínum. Konan hefur lokið kennara og sérkennaranámi frá Kennaraháskóla Íslands sem og stjórnunarnámi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands. Hún hefur starfað sem kennari og deildarstjóri hjá Fjölmennt. Hún býr í eigin íbúð við góðan og stöðugan fjárhag og hefur aðstæður til að vinna mikið heima við. Með öðrum umsóknargögnum hafði hún skilað til ráðuneytisins heilbrigðisvottorði frá hjartalækni þar sem hann hafði metið áhættu af hjarta- og æðasjúkdómum vegna yfirþyngdarvanda hennar. Læknirinn fann engin merki um slíkt. Í desember 2003 fól dómsmálaráðuneytið barnaverndarnefnd í héraði að kanna hagi konunnar. Benti ráðuneytið nefndinni "á meint yfirþyngdarvandamál stefnanda..." að því er segir í stefnu. Eftir að hafa skoðað málið mælti barnaverndarnefndin með því að konan fengi að ættleiða. Í mars 2004 leitaði ráðuneytið álits ættleiðingarnefndar og benti það nefndinni einnig sérstaklega á að konan væri yfir kjörþyngd. Öfugt á við barnaverndarnefndina mælti ættleiðingarnefndin gegn því að konan fengi að ætleiða. Í júlí 2004 hafnaði ráðuneytið svo umsókn konunnar. Konan gerir þá kröfu fyrir dómi, að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi. Einnig að viðurkennt verði með dómi að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. "Byggir stefnandi á því að stjórnvaldsákvörðun ráðuneytisins þannig byggð á geðþóttaákvörðunum og fordómum og standist hvorki lög né rök," segir í stefnunni. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Kona hefur stefnt íslenska ríkinu vegna synjunar dómsmálaráðherra á umsókn hennar til að ættleiða barn frá Kína. Synjunin er byggð á því að konan sé yfir kjörþyngd, auk þess sem aldur hennar er tiltekinn. Þetta er fyrsta dómsmál sinnar tegundar hérlendis og hefst málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er nú 47 ára, einhleyp og barnlaus. Hún lagði fram umsókn um svokallað forsamþykki til ættleiðingar á síðari hluta árs 2003. Taldi hún það fyllilega raunhæft eftir að einhleypu fólki var gert auðveldara en áður að ættleiða barn með lagabreytingu 1999. Konan er alin upp í stórum systkinahóp og á bróður sem er þroskaheftur. Tók hún mikinn þátt í umönnun hans og ber enn fulla ábyrgð á bróður sínum. Konan hefur lokið kennara og sérkennaranámi frá Kennaraháskóla Íslands sem og stjórnunarnámi frá Þroskaþjálfaskóla Íslands. Hún hefur starfað sem kennari og deildarstjóri hjá Fjölmennt. Hún býr í eigin íbúð við góðan og stöðugan fjárhag og hefur aðstæður til að vinna mikið heima við. Með öðrum umsóknargögnum hafði hún skilað til ráðuneytisins heilbrigðisvottorði frá hjartalækni þar sem hann hafði metið áhættu af hjarta- og æðasjúkdómum vegna yfirþyngdarvanda hennar. Læknirinn fann engin merki um slíkt. Í desember 2003 fól dómsmálaráðuneytið barnaverndarnefnd í héraði að kanna hagi konunnar. Benti ráðuneytið nefndinni "á meint yfirþyngdarvandamál stefnanda..." að því er segir í stefnu. Eftir að hafa skoðað málið mælti barnaverndarnefndin með því að konan fengi að ættleiða. Í mars 2004 leitaði ráðuneytið álits ættleiðingarnefndar og benti það nefndinni einnig sérstaklega á að konan væri yfir kjörþyngd. Öfugt á við barnaverndarnefndina mælti ættleiðingarnefndin gegn því að konan fengi að ætleiða. Í júlí 2004 hafnaði ráðuneytið svo umsókn konunnar. Konan gerir þá kröfu fyrir dómi, að úrskurður ráðuneytisins verði felldur úr gildi. Einnig að viðurkennt verði með dómi að hún uppfylli öll skilyrði til að fá að ættleiða barn frá útlöndum. "Byggir stefnandi á því að stjórnvaldsákvörðun ráðuneytisins þannig byggð á geðþóttaákvörðunum og fordómum og standist hvorki lög né rök," segir í stefnunni.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira