Viðskipti innlent

Fjórtán tilboð í Símann

Fjórtán tilboð bárust í hlut ríkisins í Landssíma Íslands. 37 fjárfestar standa að baki tilboðunum, bæði innlendir og erlendir. Framkvæmdanefnd um einkavæðingu mun á næstu dögum ásamt ráðgjafafyrirtækinu Morgan Stanley fara yfir tilboðin. Við mat á þeim verður meðal annars horft til verðs, fjárhagslegs styrks, reynslu af rekstri, fjármögnum og framtíðarsýnar. Tilboðin fjórtán eru óbindandi, en eftir að búið verður að fara yfir þau verður þeim sem uppfylla almenn skilyrði boðið að fá frekari upplýsingar um fyrirtækið og í framhaldinu að gera bindandi tilboð í það. Verð mun alfarið ráða þegar valið verður úr bindandi tilboðum. Þau tilboð verða opnuð að bjóðendum og fjölmiðlum viðstöddum en verði munur á hæstu tilboðum fimm prósent eða minna verður viðkomandi gefinn kostur á að skila inn nýjum tilboðum samdægurs.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×