Eignatengslum breytt vegna tilboðs 18. maí 2005 00:01 Dæmi eru um að hópar sem gerðu tilboð í Símann hafi breytt eignatengslum til að standast skilyrði útboðsins. Kögun sóttist ekki eftir útboðsgögnum eftir að einkavæðingarnefnd mat að fyrirtækið uppfyllti ekki sett skilyrði. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segist ekkert frekar hafa heyrt frá forsvarsmönnum Kögunar eftir að nefndin mat að fyrirtækið stæðist ekki sett skilyrði. 14 hópar hafa gert óbindandi tilboð í Símann og standa á bak við það 37 innlendir og erlendir fjárfestar. Gunnlaugur Sigmarsson, forstjóri Kögunar, segir þrjú erlend fyrirtæki hafa haft samband vegna útboðsins en Kögun hafi þurft að draga sig út úr þeim viðræðum þar sem Skýrr, sem er í eigu Kögunar, hefur um 5 prósenta markaðslhlutdeild á netmarkaðnum. Þar með telst Skýrr vera í samkeppni við Símann. En breyttu einhverjir þeirra sem gert hafa tilboð eignartengslum til að standast sett skilyrði? Jón Sveinsson segir að sumir hafi eftir því sem hann best viti brugðist þannig við og aðrir hafi haft uppi áform um að gera það með einum eða öðrum hætti en það séu þeir hlutir sem einkavæðingarnefnd muni skoða á næstu dögum þegar tilboðin komi til sjálfstæðrar og sérstakrar skoðunar. Þá verði það metið hvort einhverjir af þeim aðilum sem séu inni í þeim hópum, sem að hluta til hafi verið myndaðir í þessu sambandi, uppfylli þau skilyrði sem sett hafi verið. Vel getur verið að einhverjir þeirra sem fengið hafa útboðsgögn og gert hafa tilboð standist ekki skilyrðin og en farið verður yfir það á næstu dögum. En fengu þeir útboðsgögn sem augljóslega stóðust ekki skilyrðin? Jón segist ekki kannast við það en hann vilji þó ekki fullyrða neitt um það. Nefndin hafi ekki getað farið í nákvæmar skoðanir á því í hverju tilviki fyrir sig en öllum hafi átt að vera kunnar þær reglur sem hafi gilt í þessu sambandi. Einkavæðingarnefnd vill ekki gefa upp hvaða hópar standa að tilboðunum að svo stöddu. Það verður hins vegar gefið upp í næstu viku hvort sem hóparnir fá að gera bindandi tilboð eða ekki. Ef einhverjir hópanna standast ekki skilyrðin er möguleiki á að þeir fái að gera breytingar til að svo verði en þó getur verið að tilboðin verði gerð ógild. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Dæmi eru um að hópar sem gerðu tilboð í Símann hafi breytt eignatengslum til að standast skilyrði útboðsins. Kögun sóttist ekki eftir útboðsgögnum eftir að einkavæðingarnefnd mat að fyrirtækið uppfyllti ekki sett skilyrði. Jón Sveinsson, formaður einkavæðingarnefndar, segist ekkert frekar hafa heyrt frá forsvarsmönnum Kögunar eftir að nefndin mat að fyrirtækið stæðist ekki sett skilyrði. 14 hópar hafa gert óbindandi tilboð í Símann og standa á bak við það 37 innlendir og erlendir fjárfestar. Gunnlaugur Sigmarsson, forstjóri Kögunar, segir þrjú erlend fyrirtæki hafa haft samband vegna útboðsins en Kögun hafi þurft að draga sig út úr þeim viðræðum þar sem Skýrr, sem er í eigu Kögunar, hefur um 5 prósenta markaðslhlutdeild á netmarkaðnum. Þar með telst Skýrr vera í samkeppni við Símann. En breyttu einhverjir þeirra sem gert hafa tilboð eignartengslum til að standast sett skilyrði? Jón Sveinsson segir að sumir hafi eftir því sem hann best viti brugðist þannig við og aðrir hafi haft uppi áform um að gera það með einum eða öðrum hætti en það séu þeir hlutir sem einkavæðingarnefnd muni skoða á næstu dögum þegar tilboðin komi til sjálfstæðrar og sérstakrar skoðunar. Þá verði það metið hvort einhverjir af þeim aðilum sem séu inni í þeim hópum, sem að hluta til hafi verið myndaðir í þessu sambandi, uppfylli þau skilyrði sem sett hafi verið. Vel getur verið að einhverjir þeirra sem fengið hafa útboðsgögn og gert hafa tilboð standist ekki skilyrðin og en farið verður yfir það á næstu dögum. En fengu þeir útboðsgögn sem augljóslega stóðust ekki skilyrðin? Jón segist ekki kannast við það en hann vilji þó ekki fullyrða neitt um það. Nefndin hafi ekki getað farið í nákvæmar skoðanir á því í hverju tilviki fyrir sig en öllum hafi átt að vera kunnar þær reglur sem hafi gilt í þessu sambandi. Einkavæðingarnefnd vill ekki gefa upp hvaða hópar standa að tilboðunum að svo stöddu. Það verður hins vegar gefið upp í næstu viku hvort sem hóparnir fá að gera bindandi tilboð eða ekki. Ef einhverjir hópanna standast ekki skilyrðin er möguleiki á að þeir fái að gera breytingar til að svo verði en þó getur verið að tilboðin verði gerð ógild.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira