Innlent

Fjarskiptatækni vel nýtt á Íslandi

Íslendingar standa næstfremstir allra þjóða í nýtingu á nýrri tækni í upplýsinga- og samskiptaiðnaði. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins sem nær til 104 landa. Singapúr er í efsta sæti listans. Framfarir Íslendinga eru miklar því að í fyrra skipuðu þeir tíunda sæti listans. Aðrar Norðurlandaþjóðir standa einnig vel að vígi. Finnar eru í þriðja sæti, Danir í því fjórða og Svíar í sjötta sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×