Menning

Upp á Skjaldbreið á Porsche

Sportbíl, hönnuðum til að aka á hraðbrautum í Evrópu, var í fyrsta sinn ekið upp fjallið Skjaldbreið í dag. Og það var brunað upp brekkurnar. Skáldin hafa í gegnum tíðina haft fögur orð um fjallið Skjaldbreið en fáum þeirra hefði líkega látið sér detta í hug að keyra upp hlíðar þess á fimmtán milljóna króna sportbíl. Það gerði Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, í dagi á Porsche 911. Harðfenni og góðar aðstæður voru á fjallinu og átti bíllinn, sem er fjórhjóladrifinn og á vetrardekkjum, ekki í nokkrum vandræðum. Hann brunaði upp. Eftir tveggja tíma ferð var toppnum náð, 1060 metra hæð. Þar voru svo teknar myndir fyrir Porsche í Þýskalandi, væntanlega í auglýsingaskyni. Það er óhætt að segja að ökumaðurinn hafi verið ánægður með ferðina og ekki síst bílinn. Hann sagði ótrúlegt að hægt væri að fara á bifreið sem byggð væri fyrir þýsku hraðbrautirnar og næði allt að 300 kílómetra hraða upp á ísilagðan Skjaldbreið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.