Innlent

Leggja fé í menningu

Stjórnvöld leggja 111 milljónir króna til menningarmála á Austurlandi næstu þrjú árin samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins og Soffía Lárusdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, fyrir hönd þrettán sveitarfélaga. Þetta er annar samningurinn sem gerður er um samstarf ríkis og sveitarfélaga um menningarmál.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×