Uppsögn EES-samningsins skoðuð 15. mars 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær að Evrópustefnunefnd Alþingis muni á næstunni ræða hugmyndir um uppsögn EES-samningsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er formaður í nefndinni. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið að rætt yrði um hugmyndir sem Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefði varpað fram. "Nefndin er ekkert að ræða þær til þess að taka afstöðu til þessa, heldur til þess að afla sér upplýsinga á þessu stigi málsins. Við munum ræða sjónarhorn Ragnars varðandi EES-samninginn," sagði Björn. Háskóli Íslands og háskólar á Norðurlöndunum gerðu úttekt þar sem vakin var athygli á þremur kostum sem Íslendingar hefðu varðandi Evrópumál að sögn Ragnars. "Í fyrsta lagi getum við gengið í Evrópusambandið. Í öðru lagi getum við reynt að hanga í Evrópska efnahagssvæðinu meðan það lafir, en það veikist ef Norðmenn ganga í ESB, sem er líklegt í framtíðinni. Í þriðja lagi getum við kannað kosti þess að ganga úr EES, sem er mjög kostnaðarsamt, nú eða í framtíðinni. Það er mjög ánægjulegt að Alþingi Íslendinga hyggst nú skoða þennan þriðja kost af alvöru," segir Ragnar. Hann segir að helstu kostirnir við að segja upp samningnum séu þeir að þá losnuðu Íslendingar við ýmsar byrðar sem honum fylgi. "Við myndum losna við bein fjárútgjöld sem nema allt að tveimur milljörðum á ári. Það eru líka byrðar í formi reglugerða og tilskipana sem við verðum að taka upp á Íslandi hvort sem okkur líkar betur eða ver. Samningnum fylgja einnig vissar tæknilegar hindranir á innflutningi frá löndum utan ESB sem við verðum að búa við vegna þess að ESB gerir alls kyns formlegar, merkingarlegar, pökkunarlegar og gæðalegar kröfur til varnings til þess að draga úr innflutningi," segir Ragnar. Hann segir að ókostirnir við að ganga úr EES séu að þá þurfum við að endursemja um viðskiptasamning okkar að ESB því þá muni fyrri samningar taka gildi. "Það er hins vegar hægt að benda á Sviss sem er inni í miðju ESB sem ekki er í EES og ekki ESB. Þeir gerðu sérsamninga sem þeim finnst henta sér. Það er mjög sennilegt að við getum gert slíka samninga," segir Ragnar. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær að Evrópustefnunefnd Alþingis muni á næstunni ræða hugmyndir um uppsögn EES-samningsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er formaður í nefndinni. Hann sagði í viðtali við Fréttablaðið að rætt yrði um hugmyndir sem Ragnar Árnason, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, hefði varpað fram. "Nefndin er ekkert að ræða þær til þess að taka afstöðu til þessa, heldur til þess að afla sér upplýsinga á þessu stigi málsins. Við munum ræða sjónarhorn Ragnars varðandi EES-samninginn," sagði Björn. Háskóli Íslands og háskólar á Norðurlöndunum gerðu úttekt þar sem vakin var athygli á þremur kostum sem Íslendingar hefðu varðandi Evrópumál að sögn Ragnars. "Í fyrsta lagi getum við gengið í Evrópusambandið. Í öðru lagi getum við reynt að hanga í Evrópska efnahagssvæðinu meðan það lafir, en það veikist ef Norðmenn ganga í ESB, sem er líklegt í framtíðinni. Í þriðja lagi getum við kannað kosti þess að ganga úr EES, sem er mjög kostnaðarsamt, nú eða í framtíðinni. Það er mjög ánægjulegt að Alþingi Íslendinga hyggst nú skoða þennan þriðja kost af alvöru," segir Ragnar. Hann segir að helstu kostirnir við að segja upp samningnum séu þeir að þá losnuðu Íslendingar við ýmsar byrðar sem honum fylgi. "Við myndum losna við bein fjárútgjöld sem nema allt að tveimur milljörðum á ári. Það eru líka byrðar í formi reglugerða og tilskipana sem við verðum að taka upp á Íslandi hvort sem okkur líkar betur eða ver. Samningnum fylgja einnig vissar tæknilegar hindranir á innflutningi frá löndum utan ESB sem við verðum að búa við vegna þess að ESB gerir alls kyns formlegar, merkingarlegar, pökkunarlegar og gæðalegar kröfur til varnings til þess að draga úr innflutningi," segir Ragnar. Hann segir að ókostirnir við að ganga úr EES séu að þá þurfum við að endursemja um viðskiptasamning okkar að ESB því þá muni fyrri samningar taka gildi. "Það er hins vegar hægt að benda á Sviss sem er inni í miðju ESB sem ekki er í EES og ekki ESB. Þeir gerðu sérsamninga sem þeim finnst henta sér. Það er mjög sennilegt að við getum gert slíka samninga," segir Ragnar.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira