Varnarmaðurinn Anthony Gardner hjá Tottenham er nú orðaður við grannaliðið Charlton þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar í janúar. Talið er að Gardner muni kosta um 2 milljónir punda, en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í liði Tottenham, þar sem meiðsli hafa gjarnan sett strik í reikninginn hjá honum.
