Spútniklið Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni minnkaði forskot Barcelona niður í tvö stig í gærkvöldi, þegar liðið vann 2-1 sigur á Atletico Madrid í lokaleik ársins í úrvalsdeildinni. Osasuna vann þar með níunda heimasigur sinn í röð, sem er met, og minnkaði forskot meistaranna niður í tvö stig á toppnum.
Eftir að sóknarmaðurinn skæði Savo Milosevic þurfti að fara meiddur af velli hjá Osasuna í byrjun, átti varamaður hans eftir að reynast liðinu mikilvægur í leiknum. Atletico náði forystunni í fyrri hálfleik, en Raul Garcia jafnaði leikinn eftir sendingu varamannsins Bernardo Romeo, sem skoraði svo sigurmark liðsins aðeins átta mínútum eftir að Atletico hafði náð forystunni.