Ákvörðun Kjaradóms ábyrgðarleysi og skapar þrýsting 23. desember 2005 12:18 MYND/E.Ól Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir að ákvörðun Kjaradóms um launahækkun æðstu embættismanna sé tekin af algeru ábyrgðarleysi og skapi þrýsting á vinnumarkaði. Ef ákvörðunin fái að standa grafi það undan getu og vilja verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímasamningum. Gylfi Arnbjörnsson segir að á sama tíma og almennt launafólk hafi fengið launahækkanir á þessu ári upp á fimm til sex prósent, sé kjaradómur að ákveðja ríflega ellefu prósenta hækkun til alþingismanna. Þetta sé algerlega órökstudd hækkun og það sé alvarlegt að almenningur og félagasamtök þurfi yfirleitt að óska eftir upplýsingum um ákvörðun kjaradóms og rökstuðningi, í stað þess að kjaradómur og kjaranefnd upplýsi almenning að fyrra bragði eins og eðlilegt verði að teljast. Kjaradómur sé ekki hluti af dómsvaldinu, heldur hluti af stjórnsýslunni. Í hádegisviðtalinu á NFS í gær sagði Gylfi að það vekti athygli að kjaradómur velji sér ólíka viðmiðunarhópa hverju sinni. Þeir forystumenn þjóðarinnar sem teldu að það samrýmdist ekki þeirri stefnu ASÍ að launabreytingar væru af þessum takti njóti þeirra sjálfir. Hvernig ætli þeir að nálgast það ef taka eigi sameiginlega á efnahagsvanda hér. Gylfi segir að hvort sem mönnum líki betur eða ver, skapi ákvörðun kjaradóms viðmiðun fyrir aðra á vinnumarkaðnum og hafi áhrif á trúverðugleika stjórnmálanna. Ef þessi ákvörðun fái að standa, grafi það bæði undan getu og áhuga verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímalausnum á vinnumarkaðnum. Áhrifin séu því afgerandi. Annaðhvort sé ein þjóð hér á landi sem deili kjörum eða þá að hún sé tví- eða margskipt og þá verði allir að hugsa um sinn hag. Hann spyr hvort það sé ekki það sem gerist núna, hvort allir muni ekki banka upp á hjá sinum atvinnurekanda og krefjast betri launa. Hann telji því að vegna þessarar ákvörðunar Kjaradóms skapist talsverður þrýstingur og ákvörðunin sé mikið ábyrgðarleysi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, segir að ákvörðun Kjaradóms um launahækkun æðstu embættismanna sé tekin af algeru ábyrgðarleysi og skapi þrýsting á vinnumarkaði. Ef ákvörðunin fái að standa grafi það undan getu og vilja verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímasamningum. Gylfi Arnbjörnsson segir að á sama tíma og almennt launafólk hafi fengið launahækkanir á þessu ári upp á fimm til sex prósent, sé kjaradómur að ákveðja ríflega ellefu prósenta hækkun til alþingismanna. Þetta sé algerlega órökstudd hækkun og það sé alvarlegt að almenningur og félagasamtök þurfi yfirleitt að óska eftir upplýsingum um ákvörðun kjaradóms og rökstuðningi, í stað þess að kjaradómur og kjaranefnd upplýsi almenning að fyrra bragði eins og eðlilegt verði að teljast. Kjaradómur sé ekki hluti af dómsvaldinu, heldur hluti af stjórnsýslunni. Í hádegisviðtalinu á NFS í gær sagði Gylfi að það vekti athygli að kjaradómur velji sér ólíka viðmiðunarhópa hverju sinni. Þeir forystumenn þjóðarinnar sem teldu að það samrýmdist ekki þeirri stefnu ASÍ að launabreytingar væru af þessum takti njóti þeirra sjálfir. Hvernig ætli þeir að nálgast það ef taka eigi sameiginlega á efnahagsvanda hér. Gylfi segir að hvort sem mönnum líki betur eða ver, skapi ákvörðun kjaradóms viðmiðun fyrir aðra á vinnumarkaðnum og hafi áhrif á trúverðugleika stjórnmálanna. Ef þessi ákvörðun fái að standa, grafi það bæði undan getu og áhuga verkalýðshreyfingarinnar til að stuðla að langtímalausnum á vinnumarkaðnum. Áhrifin séu því afgerandi. Annaðhvort sé ein þjóð hér á landi sem deili kjörum eða þá að hún sé tví- eða margskipt og þá verði allir að hugsa um sinn hag. Hann spyr hvort það sé ekki það sem gerist núna, hvort allir muni ekki banka upp á hjá sinum atvinnurekanda og krefjast betri launa. Hann telji því að vegna þessarar ákvörðunar Kjaradóms skapist talsverður þrýstingur og ákvörðunin sé mikið ábyrgðarleysi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira