Kjarnorkuvopnaeign helsta ógnin 17. febrúar 2005 00:01 Kjarnorkuvopnaeign Asíuríkja er meðal helstu ógna sem Bandaríkjamenn þurfa að fylgjast með að mati yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hryðjuverk eru áfram ofarlega á lista yfir ógnir. Það kvað við nýjan tón í vitnisburði Porters Goss, yfirmanns leyniþjónustunnar CIA, á Bandaríkjaþingi í gær. Hann gerði þar grein fyrir þeim ógnunum sem steðjuðu að Bandaríkjunum og í ár virðist sem Kína sé á þeim lista. Goss ræddi umbætur hjá kínverska hernum og sagði þær breyta valdajafnvæginu í Asíu, Bandaríkjamönnum í óhag. Einkum var hann á því að kjarnorkuvopnabúri Kínverja hefði fleygt fram og að þeir væru nú færir um að valda verulegum usla í Taívan. Hernaðarmáttur Kínverja væri í vaxandi mæli ógn við bandarískar hersveitir á svæðinu. Hann taldi Kínverja staðráðna í að bregðast við því sem þeir teldu tilraunir Bandaríkjamanna til að einangra Kínverja. Fram til þessa hafa yfirmenn CIA ávallt lagt áherslu á samvinnu Bandaríkjanna og Kína í vitnisburði sínum á Bandaríkjaþingi og því þykir orðaval Goss í gær bera vitni um breytta hugsun hjá leyniþjónustunni - ef ekki bandarískum stjórnvöldum yfirleitt. Hermt er að Bandaríkjamenn hafi af því töluverðar áhyggjur að átök geti brotist út á milli Kína og Taívan en sérfræðingar í málefnum ríkjanna telja vaxandi viðskipti og samgöngur draga úr líkunum á því. Kjarnorkuvopnabúr fleiri Asíuríkja eru þó þess eðlis að ástæða sé til þess að fylgjast með að mati Goss. Hann segir upplýsingar CIA benda til þess að vopnabúr Norður-Kóreumanna sé mun stærra en talið var þegar Bush forseti nefndi Norður-Kóreu sem hluta af öxulveldi hins illa. Goss vildi þó ekki gefa upp hversu stórt búrið væri nú talið eða hvers vegna, þar sem þær upplýsingar væru trúnaðarmál. Hann sagði hins vegar liggja fyrir að fleira en kjarnorkuvopn væru ofarlega á lista stjórnvalda í Pjongjang; þar væri til að mynda unnið að þróun sýkla- og efnavopna og hugsanlega væri til nokkurt magn slíkra vopna. Að auki væru Norður-Kóreumenn fúsir að selja hverjum sem er upplýsingar um hvernig smíða ætti vopn af því tagi sem þeim hefði tekist að þróa. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Kjarnorkuvopnaeign Asíuríkja er meðal helstu ógna sem Bandaríkjamenn þurfa að fylgjast með að mati yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar, CIA. Hryðjuverk eru áfram ofarlega á lista yfir ógnir. Það kvað við nýjan tón í vitnisburði Porters Goss, yfirmanns leyniþjónustunnar CIA, á Bandaríkjaþingi í gær. Hann gerði þar grein fyrir þeim ógnunum sem steðjuðu að Bandaríkjunum og í ár virðist sem Kína sé á þeim lista. Goss ræddi umbætur hjá kínverska hernum og sagði þær breyta valdajafnvæginu í Asíu, Bandaríkjamönnum í óhag. Einkum var hann á því að kjarnorkuvopnabúri Kínverja hefði fleygt fram og að þeir væru nú færir um að valda verulegum usla í Taívan. Hernaðarmáttur Kínverja væri í vaxandi mæli ógn við bandarískar hersveitir á svæðinu. Hann taldi Kínverja staðráðna í að bregðast við því sem þeir teldu tilraunir Bandaríkjamanna til að einangra Kínverja. Fram til þessa hafa yfirmenn CIA ávallt lagt áherslu á samvinnu Bandaríkjanna og Kína í vitnisburði sínum á Bandaríkjaþingi og því þykir orðaval Goss í gær bera vitni um breytta hugsun hjá leyniþjónustunni - ef ekki bandarískum stjórnvöldum yfirleitt. Hermt er að Bandaríkjamenn hafi af því töluverðar áhyggjur að átök geti brotist út á milli Kína og Taívan en sérfræðingar í málefnum ríkjanna telja vaxandi viðskipti og samgöngur draga úr líkunum á því. Kjarnorkuvopnabúr fleiri Asíuríkja eru þó þess eðlis að ástæða sé til þess að fylgjast með að mati Goss. Hann segir upplýsingar CIA benda til þess að vopnabúr Norður-Kóreumanna sé mun stærra en talið var þegar Bush forseti nefndi Norður-Kóreu sem hluta af öxulveldi hins illa. Goss vildi þó ekki gefa upp hversu stórt búrið væri nú talið eða hvers vegna, þar sem þær upplýsingar væru trúnaðarmál. Hann sagði hins vegar liggja fyrir að fleira en kjarnorkuvopn væru ofarlega á lista stjórnvalda í Pjongjang; þar væri til að mynda unnið að þróun sýkla- og efnavopna og hugsanlega væri til nokkurt magn slíkra vopna. Að auki væru Norður-Kóreumenn fúsir að selja hverjum sem er upplýsingar um hvernig smíða ætti vopn af því tagi sem þeim hefði tekist að þróa.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira