Innlent

Enn fundað um lögbann á sýningu á mynd

Fundur stendur enn yfir hjá sýslumanninum í Reykjavík þar sem tekin er fyrir krafa um bann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason sem fjallar um nokkur ungmenni í undirheimum Reykjavíkur.

Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun en hlé var gert á honum um hádegisbilið. Hann hófst svo aftur klukkan hálfþrjú og ekki er vitað hvenær niðurstaða fæst í málið. Krafan um bann á sýningu myndarinnar er grundvölluð á því að við sögu í myndinni komi ungur piltur, sem var myrtur eftir að tökum lauk. Til stendur að forsýna myndina í kvöld og sýna hana svo í Ríkissjónvarpinu á þriðjudag en ekki er enn ljóst hvort af því verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×