Innlent

Sýslumaður hafnar kröfu um bann á sýningu Skuggabarna

MYND/Stefán

Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði fyrir örfáum mínútum kröfu um lögbann á sýningu heimildamyndarinnar Skuggabörn eftir Þórhall Gunnarsson og Lýð Árnason, sem fjallar um nokkur ungmenni í undirheimum Reykjavíkur. Krafan um bann á sýningu myndarinnar var grundvölluð á því að við sögu í myndinni kemur ungur piltur, sem var myrtur eftir að tökum lauk, en það var móðir hann sem fór fram á lögbannið. Eftir samningaviðræður í dag var komist að þeirri niðurstöðu að aðstandendur myndarinnar kæmu til móts við hluta af kröfum móðurinnar og fjarlægðu ákveðin myndskeið úr myndinni. Því úrskurðaði sýslumaður formlega svo að lögbanninu yrði hafnað. Myndin verður því forsýnd í Regnboganum í kvöld eins og til stóð og frumsýnd í Ríkissjónvarpinu á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×