Michael Jordan mögulega bjargvættur NBA úrslitakeppninnar í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 07:30 Michael Jordan er eigandi Charlotte Hornets og eini svarti maðurinn sem á meirihluta í félagi í NBA-deildinni. EPA-EFE/JULIEN DE ROSA Michael Jordan var í hlutverki sáttasemjara í gær þegar NBA eigendur og NBA leikmenn ræddu í sitt hvoru lagi um næstu skref í þessari óvenjulegu stöðu sem er komin upp í miðri úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. ESPN segir frá þessu. Leikmenn NBA-deildarinnar eru búnir að fá sig fullsadda af því óréttlæti sem blökkumenn eru beittir af lögreglumönnum í Bandaríkjunum. Þeim finnst þeirra ákall til þessa hafi ekki haft nein áhrif og vildu því grípa til áhrifameiri aðgerða. According to Jackie MacMullan of ESPN, Michael Jordan played an instrumental role in getting owners to listen to players during the past two days. https://t.co/NuKIVUnQnp— Blazer's Edge (@blazersedge) August 28, 2020 Michael Jordan er ekki bara goðsögn og geitin í augum NBA-leikmannanna sjálfra því hann er líka einn af eigendum NBA-deildarinnar. Hann hafði möguleika á að tala við aðila báðum megin borðsins og virtist hafa verið rödd skynseminnar á þessum mikilvæga degi í gær. NBA deildin hefur nú frestað leikjum tvö kvöld í röð en svo virðist vera sem leikmenn hafa ákveðið að aflýsa ekki úrslitakeppninni. Michael Jordan er kannski bjargvættur NBA úrslitakeppninnar í ár. Hann, sem eignandi Charlotte Hornets og eini svarti meirihlutaeigandi NBA-deildarinnar, leitaði til Chris Paul, formanns leikmannasamtakana. Jordan ræddi líka við Russell Westbrook og fékk að vita meira um hvað leikmennirnir væru að hugsa. Jordan var síðan rödd skynseminnar á fundi eigendanna og talaði þar um að leikmenn þyrftu að fá að taka út sinn pirring og tjá sig um hvað þeir vildu áður en eigendurnir færu að bregðast við ástandinu. Adrian Wojnarowski á ESPN hefur síðan greint frá því að leikmenn kusu seinna að klára úrslitakeppnina. Michael Jordan reached out to CP3 and Russ to see what players wanted to achieve and acted as a 'voice of reason' in a virtual owners meeting, per Jackie MacMullan pic.twitter.com/Ztu0sO15zq— Bleacher Report (@BleacherReport) August 27, 2020 Ekkert var spilað á miðvikudag eða fimmtudag eftir að leikmenn Milwaukee Bucks neituðu að spila leik sinn á miðvikudagskvöldið eftir að lögregla skaut blökkumanninn Jacob Blake sjö sinnum í bakið fyrir framan fjölskyldu sína í borg stutt frá Milwaukee. Í kjölfarið tóku önnur lið í sama streng og það endaði með því að NBA-deildin aflýsti öllum leikjum. Öðrum íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum var einnig frestað þar sem íþróttafólkið þar vildi líka sína samstöðu með leikmönnum NBA og réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Atvikið með Jacob Blake var enn eitt dæmið um ofbeldi lögreglumanna gagnvart óvopnuðum svörtu fólki en ekki er langt síðan lögreglumaður drap George Floyd með því að vera með hné á hálsi hans í næstum því níu mínútur. NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Michael Jordan var í hlutverki sáttasemjara í gær þegar NBA eigendur og NBA leikmenn ræddu í sitt hvoru lagi um næstu skref í þessari óvenjulegu stöðu sem er komin upp í miðri úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. ESPN segir frá þessu. Leikmenn NBA-deildarinnar eru búnir að fá sig fullsadda af því óréttlæti sem blökkumenn eru beittir af lögreglumönnum í Bandaríkjunum. Þeim finnst þeirra ákall til þessa hafi ekki haft nein áhrif og vildu því grípa til áhrifameiri aðgerða. According to Jackie MacMullan of ESPN, Michael Jordan played an instrumental role in getting owners to listen to players during the past two days. https://t.co/NuKIVUnQnp— Blazer's Edge (@blazersedge) August 28, 2020 Michael Jordan er ekki bara goðsögn og geitin í augum NBA-leikmannanna sjálfra því hann er líka einn af eigendum NBA-deildarinnar. Hann hafði möguleika á að tala við aðila báðum megin borðsins og virtist hafa verið rödd skynseminnar á þessum mikilvæga degi í gær. NBA deildin hefur nú frestað leikjum tvö kvöld í röð en svo virðist vera sem leikmenn hafa ákveðið að aflýsa ekki úrslitakeppninni. Michael Jordan er kannski bjargvættur NBA úrslitakeppninnar í ár. Hann, sem eignandi Charlotte Hornets og eini svarti meirihlutaeigandi NBA-deildarinnar, leitaði til Chris Paul, formanns leikmannasamtakana. Jordan ræddi líka við Russell Westbrook og fékk að vita meira um hvað leikmennirnir væru að hugsa. Jordan var síðan rödd skynseminnar á fundi eigendanna og talaði þar um að leikmenn þyrftu að fá að taka út sinn pirring og tjá sig um hvað þeir vildu áður en eigendurnir færu að bregðast við ástandinu. Adrian Wojnarowski á ESPN hefur síðan greint frá því að leikmenn kusu seinna að klára úrslitakeppnina. Michael Jordan reached out to CP3 and Russ to see what players wanted to achieve and acted as a 'voice of reason' in a virtual owners meeting, per Jackie MacMullan pic.twitter.com/Ztu0sO15zq— Bleacher Report (@BleacherReport) August 27, 2020 Ekkert var spilað á miðvikudag eða fimmtudag eftir að leikmenn Milwaukee Bucks neituðu að spila leik sinn á miðvikudagskvöldið eftir að lögregla skaut blökkumanninn Jacob Blake sjö sinnum í bakið fyrir framan fjölskyldu sína í borg stutt frá Milwaukee. Í kjölfarið tóku önnur lið í sama streng og það endaði með því að NBA-deildin aflýsti öllum leikjum. Öðrum íþróttaviðburðum í Bandaríkjunum var einnig frestað þar sem íþróttafólkið þar vildi líka sína samstöðu með leikmönnum NBA og réttindabaráttu blökkumanna í Bandaríkjunum. Atvikið með Jacob Blake var enn eitt dæmið um ofbeldi lögreglumanna gagnvart óvopnuðum svörtu fólki en ekki er langt síðan lögreglumaður drap George Floyd með því að vera með hné á hálsi hans í næstum því níu mínútur.
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum