
Sport
Lizarazu aftur til Bayern

Fyrrum landsliðsbakvörður Frakka, Bixente Lizarazu, hefur snúið aftur til Bayern München eftir aðeins sex mánuði hjá franska liðinu Olympique Marseille, en þangað fór hann í sumar einmitt frá Bayern. Lizarazu, sem mun hitta félaga sína í æfingaferð til Dubai, fær sex mánaða samning hjá Bayern.