Innlent

Fimmtungur barna of feitur

Lýðheilsustöð er að ýta úr vör þróunarverkefni í samvinnu við sveitarfélög í landinu til að bregðast við þeirri þróun að börn og ungmenni á Íslandi eru að þyngjast. Ofþyngd barna og unglinga er vaxandi vandamál í vestrænum löndum og sýna tölur að þar er Ísland síður en svo undanskilið. Jórunn sagði markmið verkefnisins vera að sporna við þróuninni með því að leggja áherslu á aukna hreyfingu og bæta næringu barna og unglinga. "Við byrjum á að beita okkur í skólamötuneytunum og fá þau til að vinna samkvæmt leiðbeiningum manneldisráðs," sagði Jórlaug. "Síðan munum við líta til hreyfingar tengdri skólunum. Við hyggjumst reyna að koma þessari stefnu inn í skólakerfið. Þá munum við huga að útivistarsvæðum, íþróttasvæðum svo og göngu- og hjólastígum í nágrenni skóla og heimilia. Við viljum fá sveitarfélögin til samstarfs, því ábyrgðin er ekki síst þeirra."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×