Fuglar landsins taldir í dag 9. janúar 2005 00:01 Hin árlega talning á fuglum landsins fór fram um allt land í dag. Vel á annað hundrað manns tók þátt í fuglatalningunni um land allt en þetta er í fimmtugasta og þriðja sinnn sem hún fer fram á vegum Náttúrufræðistofnunar. Jóhann Óli Hilmarsson og Einar Þorleifsson voru að telja við fjöruna í Hafnarfirði í dag og voru ánægðir með daginn. Jóhann sagði að vel hefði gengið, veður væri gott og bjart og ekki yrði á betra kosið. Þeir félagar segjast hjálpast að í talningunni á hverju ári. Þeir telji fyrst á svæði Einars í Ölfusi og svo á svæði Jóhanns í Hafnarfirði. Þetta hafi þeir gert undanfarin fimmtán ár eða svo. Jóhann segir talningardaginn skipa stóran sess í lífi fuglaáhugamanna. Þetta sé mikil og góð hefð sem þjappi mönnum saman í kringum áhugamálið. Aðspurður segist hann alltaf hafa gaman af talningunni. Hann hafi byrjað að telja 15 ára og þetta sé alltaf jafnskemmtilegt. Tilveran Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hin árlega talning á fuglum landsins fór fram um allt land í dag. Vel á annað hundrað manns tók þátt í fuglatalningunni um land allt en þetta er í fimmtugasta og þriðja sinnn sem hún fer fram á vegum Náttúrufræðistofnunar. Jóhann Óli Hilmarsson og Einar Þorleifsson voru að telja við fjöruna í Hafnarfirði í dag og voru ánægðir með daginn. Jóhann sagði að vel hefði gengið, veður væri gott og bjart og ekki yrði á betra kosið. Þeir félagar segjast hjálpast að í talningunni á hverju ári. Þeir telji fyrst á svæði Einars í Ölfusi og svo á svæði Jóhanns í Hafnarfirði. Þetta hafi þeir gert undanfarin fimmtán ár eða svo. Jóhann segir talningardaginn skipa stóran sess í lífi fuglaáhugamanna. Þetta sé mikil og góð hefð sem þjappi mönnum saman í kringum áhugamálið. Aðspurður segist hann alltaf hafa gaman af talningunni. Hann hafi byrjað að telja 15 ára og þetta sé alltaf jafnskemmtilegt.
Tilveran Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira