Erlent

Nýr heimavarnarráðherra BNA

George Bush, forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í dag Michael Chertoff í embætti heimavarnarráðherra í stað Toms Ridge. Chertoff hefur starfað sem dómari við bandarískan áfrýjunardómstól og meðal annars tekið þátt í að móta stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart hryðjuverkum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York og Washington 11. september 2001. Chertoff var helsti ráðgjafi rebúblikana fyrir sérstakri rannsóknarnefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings þegar Whitewater-hneykslið skók Hvíta húsið. Það varðaði viðskipti Clinton-hjónanna í Arkansas en Bill Clinton var þar ríkisstjóri áður en hann varð forseti Bandaríkjanna árið 1992. Öldungardeildarþingið þarf að samþykkja tilnefningu Chertoffs og er Hillary Clinton því meðal þeirra sem tekur afstöðu til tilnefningarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×