Úr gæslu fyrir mistök 13. janúar 2005 00:01 Maður sem er þekktur af líkamsmeiðingum og hótunum gengur nú laus vegna mistaka lögreglu. Í janúar í fyrra var manninum gert að sæta nálgunarbanni og honum bannað að koma í námunda við heimili fólks sem hann hafði sýnt ógnandi tilburði. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan tólf þann 3. janúar vegna brota á nálgunarbanninu. Embætti lögreglunnar í Reykjavík fór fram á það að morgni þess dags að gæsluvarðhaldið yrði framlengt og var lögreglunni á Selfossi falið að sækja manninn á Litla-Hraun og færa hann fyrir héraðsdóm í Reykjavík. Hún tafðist hins vegar vegna færðar og fangaverðir á Litla-Hrauni höfðu ekki aðra úrkosti en að láta manninn lausan á hádegi þrátt fyrir að lögreglan væri ekki komin á staðinn. Skömmu síðar handtók lögreglan manninn þar sem hann var á gangi skammt frá Litla-Hrauni og færði hann fyrir héraðsdóm um klukkan hálf tvö þar sem hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn kærði þessa niðurstöðu til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið kynnt manninum eftir að eldri gæsluvarðhaldsúrskurður var útrunninn. Því var málinu vísað frá dómi og maðurinn látinn laus. Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, segir að áhersla verði lögð á að flýta málinu eins og mögulegt sé þar sem maðurinn gangi laus þangað til að dómur gengur í málinu. Egill vonast til þess að það verði tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Hann telur þetta mál sýna vel fram á hversu óheppilegt það sé að hafa gæsluvarðhaldsfangelsi austur á Litla-Hrauni. Ljóst er að maðurinn sem gengur nú laus er hættulegur og lögreglan taldi að það væri eindreginn ásetningur mannsins að skaða ákveðinn mann og jafnvel myrða hann. Til vitnis um geðveilu mannsins eru tvö bréf sem hann sendi lögreglunni þar sem koma fram bollaleggingar um alvarlegan glæp. Í bréfunum segir meðal annars: "í hjarta mínu ber ég svo mikla reiði í garð ákveðins manns, að ég færi létt með að fremja glæp sem ylli því að ég fengi 16 ára fangelsisdóm ... ég hef líf þessa manns í hendi mér." Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Maður sem er þekktur af líkamsmeiðingum og hótunum gengur nú laus vegna mistaka lögreglu. Í janúar í fyrra var manninum gert að sæta nálgunarbanni og honum bannað að koma í námunda við heimili fólks sem hann hafði sýnt ógnandi tilburði. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til klukkan tólf þann 3. janúar vegna brota á nálgunarbanninu. Embætti lögreglunnar í Reykjavík fór fram á það að morgni þess dags að gæsluvarðhaldið yrði framlengt og var lögreglunni á Selfossi falið að sækja manninn á Litla-Hraun og færa hann fyrir héraðsdóm í Reykjavík. Hún tafðist hins vegar vegna færðar og fangaverðir á Litla-Hrauni höfðu ekki aðra úrkosti en að láta manninn lausan á hádegi þrátt fyrir að lögreglan væri ekki komin á staðinn. Skömmu síðar handtók lögreglan manninn þar sem hann var á gangi skammt frá Litla-Hrauni og færði hann fyrir héraðsdóm um klukkan hálf tvö þar sem hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Maðurinn kærði þessa niðurstöðu til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald hafi verið kynnt manninum eftir að eldri gæsluvarðhaldsúrskurður var útrunninn. Því var málinu vísað frá dómi og maðurinn látinn laus. Egill Stephensen, saksóknari hjá lögreglustjóranum í Reykjavík, segir að áhersla verði lögð á að flýta málinu eins og mögulegt sé þar sem maðurinn gangi laus þangað til að dómur gengur í málinu. Egill vonast til þess að það verði tekið fyrir í héraðsdómi í dag. Hann telur þetta mál sýna vel fram á hversu óheppilegt það sé að hafa gæsluvarðhaldsfangelsi austur á Litla-Hrauni. Ljóst er að maðurinn sem gengur nú laus er hættulegur og lögreglan taldi að það væri eindreginn ásetningur mannsins að skaða ákveðinn mann og jafnvel myrða hann. Til vitnis um geðveilu mannsins eru tvö bréf sem hann sendi lögreglunni þar sem koma fram bollaleggingar um alvarlegan glæp. Í bréfunum segir meðal annars: "í hjarta mínu ber ég svo mikla reiði í garð ákveðins manns, að ég færi létt með að fremja glæp sem ylli því að ég fengi 16 ára fangelsisdóm ... ég hef líf þessa manns í hendi mér."
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira