Innlent

Álagningarhlutfall verði lækkað

F-listinn í borgarstjórn vill að álagningarhlutfall fasteignagjalda í Reykjavík verði lækkað þannig að raunhækkun fasteignagjalda verði ekki umfram hækkun launavísitölu. Fasteignamat á sérbýli hækkaði um áramót um 20% og um 14% í fjölbýli og ákvað borgarstjórnarmeirihlutinn í ljósi þess að hækka ekki sjálft álagningarhlutfall fasteignagjalda, sem hefði valdið enn meiri hækkun. Þrátt fyrir það hækkar raunkostnaðurinn húseigenda langt umfram aðrar hækkanir, eða um allt að 20%, og vill F-listinn að komið verði til móts við það með lækkun álagningarhlutfallsins. Borgin fengi eftir sem áður hærri fasteignagjöld á þessu ári en í fyrra. Í því sambandi bendir F-listinn á hækkun á margvíslegum þjónustugjöldum borgarinnar um áramót og hækkun á gjaldskrá Orkuveitunnar. Rétt fyrir hádegi barst tilkynning um að Sjálfstæðsimenn muni standa með F-listanum að tillögunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×