Allir gerðu miklu meira en þeir gátu 15. janúar 2005 00:01 Sigríður Hrönn leiðsegir blaðamanni og ljósmyndara um gömlu byggðina í Súðavík og sýnir hvar áður stóðu hús sem ýmist lentu undir flóðinu eða voru flutt í nýju byggðina. Hún þekkir svæðið vel enda hefur hún búið í Súðavík bróðurpart ævinnar. Snjóflóðin og það sem þeim fylgdi reyndu mjög á hana en hún hugsar ekki mikið um atburðina. Ekki lengur. "Ég get ekki sagt að ég hugsi oft um þetta. En þetta er alltaf í undirmeðvitundinni. Mér og fleirum hefur tekist að vinna úr þessum málum en öðruvísi kemst fólk ekki í gegnum lífið. Við þurfum að taka því sem að höndum ber og vinna úr því. Sama hver áföllin eru." Og vitaskuld man hún glögglega hversu mikið hörmungarnar reyndu á hana. "Þetta tók mjög mikið á mig. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, þurft að vaka í tvo eða þrjá sólarhringa og vera með allt á útopnu. Og þetta tók ekki bara á mig, allir gerðu miklu meira en þeir gátu. Þannig var ástandið." Sigríður Hrönn rifjar upp hvernig aðstæður voru í þorpinu þegar flóðið féll. Veðrið var vitlaust, vegir tepptir og sjóleiðin torsótt. "Hér var björgunarsveit skipuð heimamönnum. Svo var bara sveitarfélagið. Það var ekki Rauðakrossdeild, við vorum ekki með lækni og ekki hjúkrunarfræðing. Þannig var staðan hjá okkur. Við notuðum bara það sem við höfðum og fengum síðan aðstoð með skipi rétt fyrir tíu um morguninn. Heimamenn voru uppgefnir. Þeir höfðu verið úti í kolvitlausu veðri og það þurfti að skipta og koma skipulagi á hlutina. Allir höfðu verið á útopnu." Unnið samkvæmt hættumati Þegar atburðir á borð við Súðavíkursnjóflóðin eiga sér stað skoða menn auðvitað hvort rétt var að málum staðið. Spurningar um frekari rýmingu húsa og janfvel hvort þegar hefði átt að vera búið að færa byggðina undan hlíðinni skutu upp kollinum. Sigríður Hrönn segir að enginn hafi haft hugmyndaflug til að ráðast í slíkar framkvæmdir þó öllum hafi fundist það sjálfsagt eftir að flóðin féllu. "Unnið var eftir gildandi hættumati, sem var fárra missera gamalt. Ég held að engum hafi dottið í hug að það þyrfti að rýma þar sem flóðið féll, hvað þá að flytja byggðina. En síðan eru komnar allt aðrar upplýsingar. Menn nota tölvuforrit til útreikninga og forsendur hafa gjörbreyst, ekki bara hér heldur um allt land. Þar sem eru fjallshlíðar og snjór, þar getur allt gerst." Sigríður Hrönn bendir á að margt hafi lærst á þeim tíu árum sem liðin eru og þannig sé það alltaf. "Við lærum í lífinu." Hún minnist líka aðstoðarinnar sem Súðvíkingar nutu í kjölfar hamfaranna. "Við fundum einstaklega vel fyrir hlýhug samfélagsins og þetta hefði aldrei gengið öðruvísi. Við fengum hjálp frá ríkinu, almenningi, félagasamtökum, frá útlöndum, heilbrigðisstéttinni, bara alls staðar. Þessi aðstoð var ómetanleg." Sálræna aðstoðin skipti sköpum Sigríði Hrönn finnst sem Súðvíkingum hafi flestum tekist að vinna sig út úr sorginni sem skall svo harkalega á þessu litla samfélagi fyrir áratug. "Ég held að fólk hafi tekið á öllu sem hefur komið upp á og unnið úr því. Þetta hefur gengið skref fyrir skref, ekki með stórum stökkum. Fólk hefur haldið áfram að lifa og tekið því sem að höndum hefur borið af æðruleysi. Samheldnin er mikil og fólk hefur stutt hvert annað." Níu mánuðum eftir snjóflóðin í Súðavík féll gríðarlegt snjóflóð á Flateyri og hreif með sér tuttugu mannslíf. Sárar minningar Súðvíkinganna helltust yfir. "Þá áttu margir Súðvíkingar erfitt. Snjóflóðið hér rifjaðist upp og allt var þetta svo ofarlega í hugsuninni. En fólk hefur lent í áföllum hér í gegnum tíðina. Hér fórust skip og menn misstu sína nánustu. Þá var ekki þessi sálræna aðstoð sem fólk fékk 1995. Við sjáum það líka í kjölfar flóðanna í Asíu að sérfræðingar segja að fólk eigi að sýna tilfinningar til að geta unnið úr sínum málum. Fyrir 20 til 30 árum átti fólk að harka af sér. Þetta er allt svo gjörbreytt. Ég held að þessi aðstoð hafi gert það að verkum að fólk hefur getað unnið úr þessu, orðið eðlilegar manneskjur aftur og lifað eðlilegu lífi." Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Veður Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Sigríður Hrönn leiðsegir blaðamanni og ljósmyndara um gömlu byggðina í Súðavík og sýnir hvar áður stóðu hús sem ýmist lentu undir flóðinu eða voru flutt í nýju byggðina. Hún þekkir svæðið vel enda hefur hún búið í Súðavík bróðurpart ævinnar. Snjóflóðin og það sem þeim fylgdi reyndu mjög á hana en hún hugsar ekki mikið um atburðina. Ekki lengur. "Ég get ekki sagt að ég hugsi oft um þetta. En þetta er alltaf í undirmeðvitundinni. Mér og fleirum hefur tekist að vinna úr þessum málum en öðruvísi kemst fólk ekki í gegnum lífið. Við þurfum að taka því sem að höndum ber og vinna úr því. Sama hver áföllin eru." Og vitaskuld man hún glögglega hversu mikið hörmungarnar reyndu á hana. "Þetta tók mjög mikið á mig. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, þurft að vaka í tvo eða þrjá sólarhringa og vera með allt á útopnu. Og þetta tók ekki bara á mig, allir gerðu miklu meira en þeir gátu. Þannig var ástandið." Sigríður Hrönn rifjar upp hvernig aðstæður voru í þorpinu þegar flóðið féll. Veðrið var vitlaust, vegir tepptir og sjóleiðin torsótt. "Hér var björgunarsveit skipuð heimamönnum. Svo var bara sveitarfélagið. Það var ekki Rauðakrossdeild, við vorum ekki með lækni og ekki hjúkrunarfræðing. Þannig var staðan hjá okkur. Við notuðum bara það sem við höfðum og fengum síðan aðstoð með skipi rétt fyrir tíu um morguninn. Heimamenn voru uppgefnir. Þeir höfðu verið úti í kolvitlausu veðri og það þurfti að skipta og koma skipulagi á hlutina. Allir höfðu verið á útopnu." Unnið samkvæmt hættumati Þegar atburðir á borð við Súðavíkursnjóflóðin eiga sér stað skoða menn auðvitað hvort rétt var að málum staðið. Spurningar um frekari rýmingu húsa og janfvel hvort þegar hefði átt að vera búið að færa byggðina undan hlíðinni skutu upp kollinum. Sigríður Hrönn segir að enginn hafi haft hugmyndaflug til að ráðast í slíkar framkvæmdir þó öllum hafi fundist það sjálfsagt eftir að flóðin féllu. "Unnið var eftir gildandi hættumati, sem var fárra missera gamalt. Ég held að engum hafi dottið í hug að það þyrfti að rýma þar sem flóðið féll, hvað þá að flytja byggðina. En síðan eru komnar allt aðrar upplýsingar. Menn nota tölvuforrit til útreikninga og forsendur hafa gjörbreyst, ekki bara hér heldur um allt land. Þar sem eru fjallshlíðar og snjór, þar getur allt gerst." Sigríður Hrönn bendir á að margt hafi lærst á þeim tíu árum sem liðin eru og þannig sé það alltaf. "Við lærum í lífinu." Hún minnist líka aðstoðarinnar sem Súðvíkingar nutu í kjölfar hamfaranna. "Við fundum einstaklega vel fyrir hlýhug samfélagsins og þetta hefði aldrei gengið öðruvísi. Við fengum hjálp frá ríkinu, almenningi, félagasamtökum, frá útlöndum, heilbrigðisstéttinni, bara alls staðar. Þessi aðstoð var ómetanleg." Sálræna aðstoðin skipti sköpum Sigríði Hrönn finnst sem Súðvíkingum hafi flestum tekist að vinna sig út úr sorginni sem skall svo harkalega á þessu litla samfélagi fyrir áratug. "Ég held að fólk hafi tekið á öllu sem hefur komið upp á og unnið úr því. Þetta hefur gengið skref fyrir skref, ekki með stórum stökkum. Fólk hefur haldið áfram að lifa og tekið því sem að höndum hefur borið af æðruleysi. Samheldnin er mikil og fólk hefur stutt hvert annað." Níu mánuðum eftir snjóflóðin í Súðavík féll gríðarlegt snjóflóð á Flateyri og hreif með sér tuttugu mannslíf. Sárar minningar Súðvíkinganna helltust yfir. "Þá áttu margir Súðvíkingar erfitt. Snjóflóðið hér rifjaðist upp og allt var þetta svo ofarlega í hugsuninni. En fólk hefur lent í áföllum hér í gegnum tíðina. Hér fórust skip og menn misstu sína nánustu. Þá var ekki þessi sálræna aðstoð sem fólk fékk 1995. Við sjáum það líka í kjölfar flóðanna í Asíu að sérfræðingar segja að fólk eigi að sýna tilfinningar til að geta unnið úr sínum málum. Fyrir 20 til 30 árum átti fólk að harka af sér. Þetta er allt svo gjörbreytt. Ég held að þessi aðstoð hafi gert það að verkum að fólk hefur getað unnið úr þessu, orðið eðlilegar manneskjur aftur og lifað eðlilegu lífi."
Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Veður Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira