Tíminn læknar ekki öll sár 15. janúar 2005 00:01 Gott útsýni er yfir Álftafjörðinn af skrifstofu sveitarstjóra Súðavíkurhrepps sem er á efri hæð þjónustuhússins við Grundarstræti. Þar eru að auki pósturinn, sparisjóðurinn, heilsugæslusel og verslunin, sem sagt allt til alls. Og líkt og útsýnið er hljóðið í sveitarstjóranum gott. Helsta vandamálið sem hann glímir við þessi dægrin er húsnæðisskortur. Færri búa í Súðavík en vilja. En það stendur allt til bóta, í bígerð er að reisa tvö hús í fyrsta kastinu og uppi eru hugmyndir um að veita fólki styrki til húsbygginga. Það stendur líka til að reisa atvinnuhúsnæði á Langeyrinni, rétt innan við byggðina. Krafturinn einkennir Súðvíkinga. Ómar Már stýrir rekstri sveitarfélagsins af festu og gerir ráð fyrir að í lok árs verði níu milljóna króna afgangur. Hann talar tæpitungulaust um framtíðina, alveg eins og fortíðina. Fyrir tíu árum var hann um borð í Bessa ÍS 410. Skipið var að koma af veiðum og ætlaði að sigla inn í höfnina í Súðavík eins og það hafði svo oft áður gert. Nú brá hins vegar svo við að veðurofsinn var slíkur að það var ekki hægt.Óljósar fréttir í byrjun "Það er eftirminnilegt hvað veðrið var svakalegt. Þrýstingurinn var svo mikill að við fengum hellu fyrir eyrun og þetta stóra skip hallaðist mjög undan vindinum," segir Ómar Már þegar hann hugsar til baka. "Svo fengum við fregnir af því að snjóflóð hefði fallið. Fyrstu fréttir voru mjög óljósar og á reiki hvert umfang þess hefði verið. Fyrst var talað um að það hefði verið lítið og farið inn um glugga eða brotið hurð. Svo þegar þetta skýrðist betur fóru fréttirnar alveg á hinn endann og þá töldum við um tíma að mun stærri hluti byggðarinnar hefði farið undir flóð heldur en raunin var." Í landi voru foreldrar Ómars, systir hans og hennar fjölskylda. Kona hans og börn voru hins vegar á Ísafirði. "Við fregnuðum að flóðið hefði fallið á Túngötuna en fyrir miðri Túngötunni bjuggu foreldrar mínir og um 100 metrum utar í götunni bjuggu systir mín og fjölskylda hennar. Um tíma hélt ég að þau væru öll farin, en rétt áður en við komumst í land fékk ég fréttir af því að foreldrar mínir hefðu sloppið við flóðið, en systir mín og fjölskylda hennar hefðu lent í flóðinu og að systir mín ein væri fundin."Stórt skarð blasir við Með Ómari um borð í Bessanum var Hafsteinn Númason, sem átti fjölskyldu í Súðavík, eiginkonu og þrjú börn. "Við Hafsteinn fundum hjá okkur mikla þörf fyrir að komast í land. Við gátum ekki lagst að vegna veðurofsans og meðan við biðum eftir að komast í land reyndum við að lýsa upp með ljóskösturum þann stað sem við töldum að snjóflóðið hefði fallið á í þeirri von að við gætum hjálpað leitarmönnum eitthvað. Um ellefuleytið fórum við svo á tuðru yfir í Haffarann, sem var minni en Bessinn og gat hann komið okkur í land." Þegar upp á höfnina kom var enn mikið hvassviðri, él og dimmt, en þegar þeir voru lagðir af stað gangandi upp hafnarkantinn rofaði aðeins til og þá sáu þeir hvað hafði gerst. "Það var stórt skarð í byggðinni og þá fyrst gerði ég mér almennilega grein fyrir því hvað tjónið var gríðarlegt." Ómar byrjaði á að sannreyna að foreldrar hans, systir og hennar fjölskylda væru heil á húfi. "Þá kom í ljós að hús systur minnar og fjölskyldu hefði orðið undir flóðinu, systir mín og maðurinn hennar voru fundin en voru slösuð en dætur þeirra tvær voru ófundnar." Stuttu eftir að hann kom í land fannst eldri dóttirin, Linda Rut, en sú yngri, Hrafnhildur Kristín, fannst látin talsvert síðar. Seinna um daginn fór Ómar með Fagranesinu til Ísafjarðar en næstu daga tók hann þátt í flutningum á milli staðanna. "Svo þegar fór að rofa til í þessu öllu saman fór ég að grafa upp úr grunnunum sem var mikið vandaverk, því þá skipti miklu máli að bjarga því sem bjargað varð. Þegar allt er farið eins og þarna gerðist þá öðlast margir hlutir nýtt gildi og verða hlutir eins og ljósmyndir og myndbandsupptökur afskaplega dýrmætir."Felldi ekki tár Ómar man atburðarásina ágætlega enda situr hún fast í honum eins og flestum sem upplifðu hörmungarnar með einhverjum hætti. Hann hélt hins vegar aftur af tilfinningunum á sínum tíma. "Ég var mjög kaldur gagnvart þessu og og sýndi engar tilfinningar, felldi ekki eitt einasta tár meðan á þessu stóð. Mér fannst ég líka hafa verið lánsamur og fannst að veita ætti þeim sem misstu, alla þá aðstoð og hjálp sem möguleg var. Að þeim ætti að einbeita sér. Það var ekki fyrr en einu og hálfu ári síðar, þegar ég var búsettur í Reykjavík og kom í heimsókn til Súðavíkur, sem ég gekk í gegnum það sem ég þurfti og reyndi að gera þetta upp eins og hægt var. Áfallahjálp var veitt á staðnum, strax eftir flóðið og eitthvað þar á eftir og þeir sem veittu hana gerðu það eftir bestu getu en þá var áfallahjálp nokkuð ný fyrir fólki og á margan hátt verið að þreifa sig áfram í þeim efnum." Ómar segir ljóst að myndu sambærilegir atburðir gerast í dag yrði brugðist öðruvísi við og áfallahjálp beitt með öðrum hætti en þá var gert. "Til dæmis hefði mátt fylgja þeim sem misstu hvað mest mun betur og lengur eftir en gert var." Ómar sveitarstjóri þekkir sitt fólk og veit sem er að atburðirnir og missirinn í janúar 1995 munu alltaf hvíla á sálum Súðvíkinga og þeirra sem misstu. "Tíminn læknar ekki öll sár og þeirra sem fórust er saknað. Ég tel þó að langflestir geri sér grein fyrir mikilvægi þess að geta lifað lífinu áfram, lífið heldur áfram og það er mikilvægt að gera það besta úr því. Engin veit ævi sína fyrr en öll er, eins og náttúruöflin minntu okkur illilega á þennan örlagaríka morgun. Maður heyrir um vanlíðan margra þegar mannskæðar náttúruhamfarir verða eins og nú í Asíu og einnig geta komið erfiðir tímar, eins og í óveðrinu hér um daginn."Margt ber að þakka Nú, þegar tíu ár eru liðin frá því að snjóflóðin féllu í Súðavík, hugsar Ómar ekki bara til þess sorglega. Honum finnst ekki síður mikilvægt að minnast alls þess góða sem gerðist eftir á. "Samhugurinn, samheldnin og þátttaka þjóðarinnar og fólks utan landsteinanna við uppbygginguna og aðstoð við þá sem misstu, allt er þetta ómetanlegt. Það var til dæmis athyglisvert og þakkarvert þegar fyrstu íbúarnir voru fluttir héðan til Ísafjarðar eftir flóðið að þá stóðu þeim allar dyr opnar. Ísfirðingar opnuðu heimili sín upp á gátt fyrir þeim sem þurftu húsaskjól og margir verslunareigendur opnuðu verslanir sínar og buðu vörur sínar án endurgjalds. Alls staðar ríkti þetta viðhorf, einnig á höfuðborgarsvæðinu þegar Súðvíkingar komu þangað." Ómar nefnir líka söfnunina Samhug í verki sem hrundið var af stokkunum fljótlega eftir að flóðin féllu. "Hún var ótrúleg. Allir tóku átt, allir lögðust á eitt um að auðvelda þeim sem misstu að koma undir sig fótunum. Margir gáfu háar fjárhæðir og efnahagur fjölskyldna skipti þar engu.Þetta er eftirtektarvert og fyrir þetta ber að þakka." Súðvíkingurinn Ómar Már, sem er kominn heim aftur eftir nokkurra ára dvöl í Reykjavík, horfir út með firðinum og segir að lokum: "Ég veit að þeir sem fórust hefðu viljað að þeir sem eftir lifðu gætu notið lífsins og fengið sem mest úr því." Þau orð verða vart dregin í efa. Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Gott útsýni er yfir Álftafjörðinn af skrifstofu sveitarstjóra Súðavíkurhrepps sem er á efri hæð þjónustuhússins við Grundarstræti. Þar eru að auki pósturinn, sparisjóðurinn, heilsugæslusel og verslunin, sem sagt allt til alls. Og líkt og útsýnið er hljóðið í sveitarstjóranum gott. Helsta vandamálið sem hann glímir við þessi dægrin er húsnæðisskortur. Færri búa í Súðavík en vilja. En það stendur allt til bóta, í bígerð er að reisa tvö hús í fyrsta kastinu og uppi eru hugmyndir um að veita fólki styrki til húsbygginga. Það stendur líka til að reisa atvinnuhúsnæði á Langeyrinni, rétt innan við byggðina. Krafturinn einkennir Súðvíkinga. Ómar Már stýrir rekstri sveitarfélagsins af festu og gerir ráð fyrir að í lok árs verði níu milljóna króna afgangur. Hann talar tæpitungulaust um framtíðina, alveg eins og fortíðina. Fyrir tíu árum var hann um borð í Bessa ÍS 410. Skipið var að koma af veiðum og ætlaði að sigla inn í höfnina í Súðavík eins og það hafði svo oft áður gert. Nú brá hins vegar svo við að veðurofsinn var slíkur að það var ekki hægt.Óljósar fréttir í byrjun "Það er eftirminnilegt hvað veðrið var svakalegt. Þrýstingurinn var svo mikill að við fengum hellu fyrir eyrun og þetta stóra skip hallaðist mjög undan vindinum," segir Ómar Már þegar hann hugsar til baka. "Svo fengum við fregnir af því að snjóflóð hefði fallið. Fyrstu fréttir voru mjög óljósar og á reiki hvert umfang þess hefði verið. Fyrst var talað um að það hefði verið lítið og farið inn um glugga eða brotið hurð. Svo þegar þetta skýrðist betur fóru fréttirnar alveg á hinn endann og þá töldum við um tíma að mun stærri hluti byggðarinnar hefði farið undir flóð heldur en raunin var." Í landi voru foreldrar Ómars, systir hans og hennar fjölskylda. Kona hans og börn voru hins vegar á Ísafirði. "Við fregnuðum að flóðið hefði fallið á Túngötuna en fyrir miðri Túngötunni bjuggu foreldrar mínir og um 100 metrum utar í götunni bjuggu systir mín og fjölskylda hennar. Um tíma hélt ég að þau væru öll farin, en rétt áður en við komumst í land fékk ég fréttir af því að foreldrar mínir hefðu sloppið við flóðið, en systir mín og fjölskylda hennar hefðu lent í flóðinu og að systir mín ein væri fundin."Stórt skarð blasir við Með Ómari um borð í Bessanum var Hafsteinn Númason, sem átti fjölskyldu í Súðavík, eiginkonu og þrjú börn. "Við Hafsteinn fundum hjá okkur mikla þörf fyrir að komast í land. Við gátum ekki lagst að vegna veðurofsans og meðan við biðum eftir að komast í land reyndum við að lýsa upp með ljóskösturum þann stað sem við töldum að snjóflóðið hefði fallið á í þeirri von að við gætum hjálpað leitarmönnum eitthvað. Um ellefuleytið fórum við svo á tuðru yfir í Haffarann, sem var minni en Bessinn og gat hann komið okkur í land." Þegar upp á höfnina kom var enn mikið hvassviðri, él og dimmt, en þegar þeir voru lagðir af stað gangandi upp hafnarkantinn rofaði aðeins til og þá sáu þeir hvað hafði gerst. "Það var stórt skarð í byggðinni og þá fyrst gerði ég mér almennilega grein fyrir því hvað tjónið var gríðarlegt." Ómar byrjaði á að sannreyna að foreldrar hans, systir og hennar fjölskylda væru heil á húfi. "Þá kom í ljós að hús systur minnar og fjölskyldu hefði orðið undir flóðinu, systir mín og maðurinn hennar voru fundin en voru slösuð en dætur þeirra tvær voru ófundnar." Stuttu eftir að hann kom í land fannst eldri dóttirin, Linda Rut, en sú yngri, Hrafnhildur Kristín, fannst látin talsvert síðar. Seinna um daginn fór Ómar með Fagranesinu til Ísafjarðar en næstu daga tók hann þátt í flutningum á milli staðanna. "Svo þegar fór að rofa til í þessu öllu saman fór ég að grafa upp úr grunnunum sem var mikið vandaverk, því þá skipti miklu máli að bjarga því sem bjargað varð. Þegar allt er farið eins og þarna gerðist þá öðlast margir hlutir nýtt gildi og verða hlutir eins og ljósmyndir og myndbandsupptökur afskaplega dýrmætir."Felldi ekki tár Ómar man atburðarásina ágætlega enda situr hún fast í honum eins og flestum sem upplifðu hörmungarnar með einhverjum hætti. Hann hélt hins vegar aftur af tilfinningunum á sínum tíma. "Ég var mjög kaldur gagnvart þessu og og sýndi engar tilfinningar, felldi ekki eitt einasta tár meðan á þessu stóð. Mér fannst ég líka hafa verið lánsamur og fannst að veita ætti þeim sem misstu, alla þá aðstoð og hjálp sem möguleg var. Að þeim ætti að einbeita sér. Það var ekki fyrr en einu og hálfu ári síðar, þegar ég var búsettur í Reykjavík og kom í heimsókn til Súðavíkur, sem ég gekk í gegnum það sem ég þurfti og reyndi að gera þetta upp eins og hægt var. Áfallahjálp var veitt á staðnum, strax eftir flóðið og eitthvað þar á eftir og þeir sem veittu hana gerðu það eftir bestu getu en þá var áfallahjálp nokkuð ný fyrir fólki og á margan hátt verið að þreifa sig áfram í þeim efnum." Ómar segir ljóst að myndu sambærilegir atburðir gerast í dag yrði brugðist öðruvísi við og áfallahjálp beitt með öðrum hætti en þá var gert. "Til dæmis hefði mátt fylgja þeim sem misstu hvað mest mun betur og lengur eftir en gert var." Ómar sveitarstjóri þekkir sitt fólk og veit sem er að atburðirnir og missirinn í janúar 1995 munu alltaf hvíla á sálum Súðvíkinga og þeirra sem misstu. "Tíminn læknar ekki öll sár og þeirra sem fórust er saknað. Ég tel þó að langflestir geri sér grein fyrir mikilvægi þess að geta lifað lífinu áfram, lífið heldur áfram og það er mikilvægt að gera það besta úr því. Engin veit ævi sína fyrr en öll er, eins og náttúruöflin minntu okkur illilega á þennan örlagaríka morgun. Maður heyrir um vanlíðan margra þegar mannskæðar náttúruhamfarir verða eins og nú í Asíu og einnig geta komið erfiðir tímar, eins og í óveðrinu hér um daginn."Margt ber að þakka Nú, þegar tíu ár eru liðin frá því að snjóflóðin féllu í Súðavík, hugsar Ómar ekki bara til þess sorglega. Honum finnst ekki síður mikilvægt að minnast alls þess góða sem gerðist eftir á. "Samhugurinn, samheldnin og þátttaka þjóðarinnar og fólks utan landsteinanna við uppbygginguna og aðstoð við þá sem misstu, allt er þetta ómetanlegt. Það var til dæmis athyglisvert og þakkarvert þegar fyrstu íbúarnir voru fluttir héðan til Ísafjarðar eftir flóðið að þá stóðu þeim allar dyr opnar. Ísfirðingar opnuðu heimili sín upp á gátt fyrir þeim sem þurftu húsaskjól og margir verslunareigendur opnuðu verslanir sínar og buðu vörur sínar án endurgjalds. Alls staðar ríkti þetta viðhorf, einnig á höfuðborgarsvæðinu þegar Súðvíkingar komu þangað." Ómar nefnir líka söfnunina Samhug í verki sem hrundið var af stokkunum fljótlega eftir að flóðin féllu. "Hún var ótrúleg. Allir tóku átt, allir lögðust á eitt um að auðvelda þeim sem misstu að koma undir sig fótunum. Margir gáfu háar fjárhæðir og efnahagur fjölskyldna skipti þar engu.Þetta er eftirtektarvert og fyrir þetta ber að þakka." Súðvíkingurinn Ómar Már, sem er kominn heim aftur eftir nokkurra ára dvöl í Reykjavík, horfir út með firðinum og segir að lokum: "Ég veit að þeir sem fórust hefðu viljað að þeir sem eftir lifðu gætu notið lífsins og fengið sem mest úr því." Þau orð verða vart dregin í efa.
Fréttir Innlent Snjóflóðin í Súðavík Veður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira