Trúa börnunum en vantar sannanir 16. janúar 2005 00:01 Í rúmlega helmingi tilfella þar sem kynferðisbrot gegn barni hafa verið kærð til lögreglu er málið látið niður falla án þess að til ákæru komi þar sem ekki þykja næg sönnunargögn fyrir hendi til að fá sakfellingu. Hlutfallið er misjafnt eftir árum en fer frá 50 prósentum upp í 60 prósent af heildarfjölda mála. "Þetta merkir ekki að börnin séu að segja ósatt. Saksóknari má ekki ákæra nema hann hafi það góðar sannanir að ákæran leiði að öllum líkindum til sakfellingar," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Börn gefa framburð og í flestum tilfellum er þeim trúað. Bragi segir að reynslan bæði hérlendis og erlendis sýni að sjaldgæft sé að börn segi ósatt um kynferðislegt ofbeldi, það sé aðeins í 4-7 prósentum tilfella. Saksóknari tekur ákvörðun um framhald málsins út frá trúverðugleika þess hverju sinni og þar þurfa oftast að koma til önnur sönnunargögn en framburður barnsins. Barnið getur t.d. hafa treyst einhverjum fyrir ofbeldinu um það leyti sem það átti sér stað eða þá að læknisfræðileg sönnunargögn liggja fyrir. Það er þó aðeins í einu máli af tíu sem slík sönnunargögn eru fyrir hendi og í um 5 prósentum tilfella eru sönnunargögnin óyggjandi, t.d. rofið meyjarhaft og kynsjúkdómar. "Margir álíta að það sé plantað sögum í barnið en það er ekki mikil hætta á því. Rannsóknaraðferðir okkar eru það vel þróaðar að starfsfólk okkar sér í gegnum slíkt," segir Bragi. Þau dæmi þekkjast að foreldri búi til sakir en það heyrir til undantekninga, segir Bragi, og ekki mikil hætta á að það gangi upp. Í sumum tilfellum brýst líka fram hræðsla hjá foreldri þegar hegðun barnsins breytist. Oft er þá um að ræða tilfinningalegt álag á barnið þó að einkennin geti einnig gefið til kynna kynferðislegt ofbeldi, t.d. martraðir. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Í rúmlega helmingi tilfella þar sem kynferðisbrot gegn barni hafa verið kærð til lögreglu er málið látið niður falla án þess að til ákæru komi þar sem ekki þykja næg sönnunargögn fyrir hendi til að fá sakfellingu. Hlutfallið er misjafnt eftir árum en fer frá 50 prósentum upp í 60 prósent af heildarfjölda mála. "Þetta merkir ekki að börnin séu að segja ósatt. Saksóknari má ekki ákæra nema hann hafi það góðar sannanir að ákæran leiði að öllum líkindum til sakfellingar," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Börn gefa framburð og í flestum tilfellum er þeim trúað. Bragi segir að reynslan bæði hérlendis og erlendis sýni að sjaldgæft sé að börn segi ósatt um kynferðislegt ofbeldi, það sé aðeins í 4-7 prósentum tilfella. Saksóknari tekur ákvörðun um framhald málsins út frá trúverðugleika þess hverju sinni og þar þurfa oftast að koma til önnur sönnunargögn en framburður barnsins. Barnið getur t.d. hafa treyst einhverjum fyrir ofbeldinu um það leyti sem það átti sér stað eða þá að læknisfræðileg sönnunargögn liggja fyrir. Það er þó aðeins í einu máli af tíu sem slík sönnunargögn eru fyrir hendi og í um 5 prósentum tilfella eru sönnunargögnin óyggjandi, t.d. rofið meyjarhaft og kynsjúkdómar. "Margir álíta að það sé plantað sögum í barnið en það er ekki mikil hætta á því. Rannsóknaraðferðir okkar eru það vel þróaðar að starfsfólk okkar sér í gegnum slíkt," segir Bragi. Þau dæmi þekkjast að foreldri búi til sakir en það heyrir til undantekninga, segir Bragi, og ekki mikil hætta á að það gangi upp. Í sumum tilfellum brýst líka fram hræðsla hjá foreldri þegar hegðun barnsins breytist. Oft er þá um að ræða tilfinningalegt álag á barnið þó að einkennin geti einnig gefið til kynna kynferðislegt ofbeldi, t.d. martraðir.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent