Innlent

Hættan metin úr fjarska

Snjóflóðavakt hefur verið á Veðurstofunni í Reykjavík síðan snemma í gærmorgun, og helst er fylgst með Vestfjörðum þar sem ekki hefur verið svona mikill snjór í fjöllum síðan 1995. "Þetta snýst mest um samskipti okkar við þá sem eru fyrir vestan og þá sem eru á staðnum að meta snjóalögin, en við erum í stanslausum samskiptum," segir Hörður Þór Sigurðsson, snjóflóðasérfræðingur á Veðurstofunni, spurður um hvernig hægt sé að meta snjóflóðahættuna úr fjarska. "Auk þess skoðum við veðurspána vel og metum vindáttina og hversu mikið snjóar og þá höfum við ákveðna staði sem við vitum að eru í mestri hættu." Hörður segir menn vera á hverjum stað sem fara í fjöllin og fylgjast með hvernig snjórinn þéttist og geri það daglega þegar ástæða þykir til. "Það eru meðal annars grafnar gryfjur ofan í snjóinn og ýmsar leiðir notaðar til að kalla fram brot í snjóþekjunni til að meta hvaða lag er veikt."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×