Kröfu foreldranna vísað frá Árni Sæberg skrifar 31. janúar 2025 15:08 Farið yfir dóminn í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Berghildur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá kröfum hóps foreldra leikskólabarna, um að viðurkennt yrði að verkfall leikskólakennara væri ólögmætt. Dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15. Foreldrar barna á fjórum leikskólum sem kennarar lögðu niður störf í stofnuðu málsóknarfélag og stefndu Kennarasambandi Íslands og Félagi leikskólakennara til fá úr því skorið hvort aðgerðirnar væru í raun löglegar. Foreldrarnir gerðu einnig kröfu um viðurkenningu óskiptrar bótaskyldu KÍ og FL gagnvart félagsmönnum málsóknarfélagsins vegna miska. Félögin tvo voru sýknuð af þeirri kröfu. Í dóminum segir að rétt þyki að málskostnaður falli niður á milli aðila málsins. Félagsdóms að skera úr um Að sögn Gísla Guðna Hall, lögmanns Kennarasambands Íslands í málinu, var málinu vísað frá á þeim forsendum að það væri Félagsdóms að skera úr um lögmæti verkfalla, ekki héraðsdóms. Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Hlutverk Félagsdóms er að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ekki heimilt að flytja mál fyrir almennum dómstólum sem höfða má fyrir Félagsdómi nema Félagsdómur hafi neitað að taka málið til meðferðar. Félagsdómur hefur komið að yfirstandandi kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Dómurinn féllst ekki á kröfur SÍS um að verkföll væru ólögmæt þar sem engin eiginleg kröfugerð lægi fyrir í deilunni. Verkföll skella að óbreyttu á á mánudag Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram í gær. Verði tillagan ekki samþykkt munu verkföll skella á í fjölda skóla, þar á meðal leikskólunum fjórum, á mánudag. Í fréttinni hér að neðan má sjá hvenær, hvar og hversu lengi verkföll verði í gildi náist ekki að semja fyrir mánudag. Aðalmeðferð málsins fór fram á miðvikudag og málið fékk flýtimeðferð vegna þess skamma tíma sem til stefnu var, áður en verkföll hæfust á ný. Fréttin hefur verið uppfærð. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Félagsfólk Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í Skagafirði telur formann fræðslunefndar Skagafjarðar hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa og brotið traust með því að taka þátt í því að stefna Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkfall í leikskólum. 29. janúar 2025 22:02 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir áreksturinn Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Dómur þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan 15. Foreldrar barna á fjórum leikskólum sem kennarar lögðu niður störf í stofnuðu málsóknarfélag og stefndu Kennarasambandi Íslands og Félagi leikskólakennara til fá úr því skorið hvort aðgerðirnar væru í raun löglegar. Foreldrarnir gerðu einnig kröfu um viðurkenningu óskiptrar bótaskyldu KÍ og FL gagnvart félagsmönnum málsóknarfélagsins vegna miska. Félögin tvo voru sýknuð af þeirri kröfu. Í dóminum segir að rétt þyki að málskostnaður falli niður á milli aðila málsins. Félagsdóms að skera úr um Að sögn Gísla Guðna Hall, lögmanns Kennarasambands Íslands í málinu, var málinu vísað frá á þeim forsendum að það væri Félagsdóms að skera úr um lögmæti verkfalla, ekki héraðsdóms. Félagsdómur er sérdómstóll sem starfar á grundvelli laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Hlutverk Félagsdóms er að dæma í réttarágreiningi aðila vinnumarkaðarins. Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er ekki heimilt að flytja mál fyrir almennum dómstólum sem höfða má fyrir Félagsdómi nema Félagsdómur hafi neitað að taka málið til meðferðar. Félagsdómur hefur komið að yfirstandandi kjaradeilu kennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Dómurinn féllst ekki á kröfur SÍS um að verkföll væru ólögmæt þar sem engin eiginleg kröfugerð lægi fyrir í deilunni. Verkföll skella að óbreyttu á á mánudag Formenn samninganefnda í kjaradeilu kennara og ríkis og sveitarfélaga hafa þar til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara, sem lögð var fram í gær. Verði tillagan ekki samþykkt munu verkföll skella á í fjölda skóla, þar á meðal leikskólunum fjórum, á mánudag. Í fréttinni hér að neðan má sjá hvenær, hvar og hversu lengi verkföll verði í gildi náist ekki að semja fyrir mánudag. Aðalmeðferð málsins fór fram á miðvikudag og málið fékk flýtimeðferð vegna þess skamma tíma sem til stefnu var, áður en verkföll hæfust á ný. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Félagsfólk Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í Skagafirði telur formann fræðslunefndar Skagafjarðar hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa og brotið traust með því að taka þátt í því að stefna Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkfall í leikskólum. 29. janúar 2025 22:02 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir áreksturinn Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12
Segja formann fræðslunefndar hafa brotið siðareglur Félagsfólk Félags leikskólakennara og Félags stjórnenda leikskóla í Skagafirði telur formann fræðslunefndar Skagafjarðar hafa brotið siðareglur kjörinna fulltrúa og brotið traust með því að taka þátt í því að stefna Kennarasambandi Íslands fyrir ólögmætt verkfall í leikskólum. 29. janúar 2025 22:02