Sport

Baron Davis meiddist gegn Raptors

Baron Davis, leikmaður New Orleans Hornets, meiddist í leik gegn Toronto Raptors í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt. Sparkað var í fót Davis sem varð til þess að hann meiddist á hæl. Hornets hafði þægilega 9 stiga forystu, 70-61 í þriðja fjórðung, þegar atvikið átti sér stað og átti Davis ekki afturkvæmt eftir það. Á þeim tímapunkti hafði Davis skorað 15 stig og gefið 11 stoðsendingar. Þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum var staðan 93-83, Hornets í vil. Þá tóku leikmenn Raptors til sinna ráða, skoruðu 19 stig gegn 6 og náðu að knýja fram sigur, 102-99. "Það fór illa með okkur að missa Baron, hann er mikilvægur þáttur í leik okkar," sagði Byron Scott, þjálfari Hornets. "Maður getur reitt sig á að hann geti neglt niður stórum skotum þegar mest á reynir." Rafel Alston var ánægður með leik sinna manna. "Þetta var góður endir hjá okkur og Mo Pete og Jalen Rose sáu um að drífa liðið áfram þegar við kláruðum dæmið. Þetta var sigur liðsheildarinnar, sérstaklega varnarmegin á vellinum," sagði Alston. Mo Pete, eða Morris Peterson, skoraði 25 stig og tók 10 fráköst fyrir Raptors. Lee Nanilon var stigahæstur hjá Hornets með 32 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×