Fischer íslenskur ríkisborgari? 19. janúar 2005 00:01 Bobby Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman. Lögfræðingar Fischers telja að ríkisborgararéttur myndi auka möguleika hans á að fá fararleyfi til Íslands. Japanskur dómari féllst í nótt ekki á beiðni Fischers um að verða fluttur hingað til lands. Enn situr Bobby Fischer í fangelsi í Japan, sakaður um að hafa framvísað útrunnu vegabréfi, og á yfir höfði sér að vera vísað til Bandaríkjanna þar sem væntanlega bíður hans fangelsisvist fyrir að brjóta viðskiptabann á Júgóslavíu með því að tefla þar árið 1992. Fischer fór í mál við japönsk stjórnvöld vegna þessa og auk þess hefur hann beðið um að verða fluttur til Íslands í stað Bandaríkjanna. Fjallað var um mál skákmeistarans í nótt að íslenskum tíma og samkvæmt erlendum fréttamiðlum fellst dómari í Japan ekki á að Fischer verði fluttur til Íslands að óbreyttu - fyrst verði að fá niðurstöðu í vegabréfamál Fischers. Lögfræðingar Fischers segja að það myndi auka líkur á að japönsk stjórnvöld sendi hann til Íslands ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt og sögðu á blaðamannafundi í morgun að Fischer muni sækja um slíkan rétt. Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins ætlar Fischer að skrifa íslenskum stjórnvöldum bréf og biðja um ríkisborgararétt strax á morgun. Fyrir aðeins nokkrum árum var lögum um íslenskan ríkisborgararétt breytt hér á landi þannig að heimilt er að veita ríkisborgararétt þó að viðkomandi hafi slíkan rétt í öðrum löndum. Ríkisborgararréttur hér á landi er veittur með tvennum hætti. Annars vegar eru málin afgreidd í gegnum dómsmálaráðuneytið og er þá farið eftir almennum skilyrðum. Hins vegar eru svokölluð afbrigðileg mál afgreidd með sérstakri lagasetningu á Alþingi, venjulega tvisvar á ári og þá á vorin og rétt fyrir jól. Þetta eru mál einstaklinga sem falla ekki undir almenn skilyrði og er vísað frá dómsmálaráðuneyti til Alþingis. Til dæmis eru þetta einstaklingar sem keppa í íþróttum fyrir íslensk lið. Þannig fengu sautján manns íslenskan ríkisborgararétt með slíkri lagasetningu fyrir síðustu jól. Málið var afgreitt á einum degi með samhljóða atkvæðum allra og enginn tók til máls í umræðum um það. Næsti þingfundur er á mánudag svo ef samstaða er um málið, og allsherjarnefnd leggur fram frumvarp, gæti Fischer gæti fengið ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku. Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, hafa stjórnvöld ekki tekið afstöðu til þess hvernig beiðni frá Fischer um ríkisborgararétt yrði svarað, enda hefur engin slík beiðni verið lögð fram ennþá. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira
Bobby Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman. Lögfræðingar Fischers telja að ríkisborgararéttur myndi auka möguleika hans á að fá fararleyfi til Íslands. Japanskur dómari féllst í nótt ekki á beiðni Fischers um að verða fluttur hingað til lands. Enn situr Bobby Fischer í fangelsi í Japan, sakaður um að hafa framvísað útrunnu vegabréfi, og á yfir höfði sér að vera vísað til Bandaríkjanna þar sem væntanlega bíður hans fangelsisvist fyrir að brjóta viðskiptabann á Júgóslavíu með því að tefla þar árið 1992. Fischer fór í mál við japönsk stjórnvöld vegna þessa og auk þess hefur hann beðið um að verða fluttur til Íslands í stað Bandaríkjanna. Fjallað var um mál skákmeistarans í nótt að íslenskum tíma og samkvæmt erlendum fréttamiðlum fellst dómari í Japan ekki á að Fischer verði fluttur til Íslands að óbreyttu - fyrst verði að fá niðurstöðu í vegabréfamál Fischers. Lögfræðingar Fischers segja að það myndi auka líkur á að japönsk stjórnvöld sendi hann til Íslands ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt og sögðu á blaðamannafundi í morgun að Fischer muni sækja um slíkan rétt. Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins ætlar Fischer að skrifa íslenskum stjórnvöldum bréf og biðja um ríkisborgararétt strax á morgun. Fyrir aðeins nokkrum árum var lögum um íslenskan ríkisborgararétt breytt hér á landi þannig að heimilt er að veita ríkisborgararétt þó að viðkomandi hafi slíkan rétt í öðrum löndum. Ríkisborgararréttur hér á landi er veittur með tvennum hætti. Annars vegar eru málin afgreidd í gegnum dómsmálaráðuneytið og er þá farið eftir almennum skilyrðum. Hins vegar eru svokölluð afbrigðileg mál afgreidd með sérstakri lagasetningu á Alþingi, venjulega tvisvar á ári og þá á vorin og rétt fyrir jól. Þetta eru mál einstaklinga sem falla ekki undir almenn skilyrði og er vísað frá dómsmálaráðuneyti til Alþingis. Til dæmis eru þetta einstaklingar sem keppa í íþróttum fyrir íslensk lið. Þannig fengu sautján manns íslenskan ríkisborgararétt með slíkri lagasetningu fyrir síðustu jól. Málið var afgreitt á einum degi með samhljóða atkvæðum allra og enginn tók til máls í umræðum um það. Næsti þingfundur er á mánudag svo ef samstaða er um málið, og allsherjarnefnd leggur fram frumvarp, gæti Fischer gæti fengið ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku. Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, hafa stjórnvöld ekki tekið afstöðu til þess hvernig beiðni frá Fischer um ríkisborgararétt yrði svarað, enda hefur engin slík beiðni verið lögð fram ennþá.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fleiri fréttir Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Sjá meira