Fischer íslenskur ríkisborgari? 19. janúar 2005 00:01 Bobby Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman. Lögfræðingar Fischers telja að ríkisborgararéttur myndi auka möguleika hans á að fá fararleyfi til Íslands. Japanskur dómari féllst í nótt ekki á beiðni Fischers um að verða fluttur hingað til lands. Enn situr Bobby Fischer í fangelsi í Japan, sakaður um að hafa framvísað útrunnu vegabréfi, og á yfir höfði sér að vera vísað til Bandaríkjanna þar sem væntanlega bíður hans fangelsisvist fyrir að brjóta viðskiptabann á Júgóslavíu með því að tefla þar árið 1992. Fischer fór í mál við japönsk stjórnvöld vegna þessa og auk þess hefur hann beðið um að verða fluttur til Íslands í stað Bandaríkjanna. Fjallað var um mál skákmeistarans í nótt að íslenskum tíma og samkvæmt erlendum fréttamiðlum fellst dómari í Japan ekki á að Fischer verði fluttur til Íslands að óbreyttu - fyrst verði að fá niðurstöðu í vegabréfamál Fischers. Lögfræðingar Fischers segja að það myndi auka líkur á að japönsk stjórnvöld sendi hann til Íslands ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt og sögðu á blaðamannafundi í morgun að Fischer muni sækja um slíkan rétt. Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins ætlar Fischer að skrifa íslenskum stjórnvöldum bréf og biðja um ríkisborgararétt strax á morgun. Fyrir aðeins nokkrum árum var lögum um íslenskan ríkisborgararétt breytt hér á landi þannig að heimilt er að veita ríkisborgararétt þó að viðkomandi hafi slíkan rétt í öðrum löndum. Ríkisborgararréttur hér á landi er veittur með tvennum hætti. Annars vegar eru málin afgreidd í gegnum dómsmálaráðuneytið og er þá farið eftir almennum skilyrðum. Hins vegar eru svokölluð afbrigðileg mál afgreidd með sérstakri lagasetningu á Alþingi, venjulega tvisvar á ári og þá á vorin og rétt fyrir jól. Þetta eru mál einstaklinga sem falla ekki undir almenn skilyrði og er vísað frá dómsmálaráðuneyti til Alþingis. Til dæmis eru þetta einstaklingar sem keppa í íþróttum fyrir íslensk lið. Þannig fengu sautján manns íslenskan ríkisborgararétt með slíkri lagasetningu fyrir síðustu jól. Málið var afgreitt á einum degi með samhljóða atkvæðum allra og enginn tók til máls í umræðum um það. Næsti þingfundur er á mánudag svo ef samstaða er um málið, og allsherjarnefnd leggur fram frumvarp, gæti Fischer gæti fengið ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku. Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, hafa stjórnvöld ekki tekið afstöðu til þess hvernig beiðni frá Fischer um ríkisborgararétt yrði svarað, enda hefur engin slík beiðni verið lögð fram ennþá. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Bobby Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman. Lögfræðingar Fischers telja að ríkisborgararéttur myndi auka möguleika hans á að fá fararleyfi til Íslands. Japanskur dómari féllst í nótt ekki á beiðni Fischers um að verða fluttur hingað til lands. Enn situr Bobby Fischer í fangelsi í Japan, sakaður um að hafa framvísað útrunnu vegabréfi, og á yfir höfði sér að vera vísað til Bandaríkjanna þar sem væntanlega bíður hans fangelsisvist fyrir að brjóta viðskiptabann á Júgóslavíu með því að tefla þar árið 1992. Fischer fór í mál við japönsk stjórnvöld vegna þessa og auk þess hefur hann beðið um að verða fluttur til Íslands í stað Bandaríkjanna. Fjallað var um mál skákmeistarans í nótt að íslenskum tíma og samkvæmt erlendum fréttamiðlum fellst dómari í Japan ekki á að Fischer verði fluttur til Íslands að óbreyttu - fyrst verði að fá niðurstöðu í vegabréfamál Fischers. Lögfræðingar Fischers segja að það myndi auka líkur á að japönsk stjórnvöld sendi hann til Íslands ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt og sögðu á blaðamannafundi í morgun að Fischer muni sækja um slíkan rétt. Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins ætlar Fischer að skrifa íslenskum stjórnvöldum bréf og biðja um ríkisborgararétt strax á morgun. Fyrir aðeins nokkrum árum var lögum um íslenskan ríkisborgararétt breytt hér á landi þannig að heimilt er að veita ríkisborgararétt þó að viðkomandi hafi slíkan rétt í öðrum löndum. Ríkisborgararréttur hér á landi er veittur með tvennum hætti. Annars vegar eru málin afgreidd í gegnum dómsmálaráðuneytið og er þá farið eftir almennum skilyrðum. Hins vegar eru svokölluð afbrigðileg mál afgreidd með sérstakri lagasetningu á Alþingi, venjulega tvisvar á ári og þá á vorin og rétt fyrir jól. Þetta eru mál einstaklinga sem falla ekki undir almenn skilyrði og er vísað frá dómsmálaráðuneyti til Alþingis. Til dæmis eru þetta einstaklingar sem keppa í íþróttum fyrir íslensk lið. Þannig fengu sautján manns íslenskan ríkisborgararétt með slíkri lagasetningu fyrir síðustu jól. Málið var afgreitt á einum degi með samhljóða atkvæðum allra og enginn tók til máls í umræðum um það. Næsti þingfundur er á mánudag svo ef samstaða er um málið, og allsherjarnefnd leggur fram frumvarp, gæti Fischer gæti fengið ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku. Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, hafa stjórnvöld ekki tekið afstöðu til þess hvernig beiðni frá Fischer um ríkisborgararétt yrði svarað, enda hefur engin slík beiðni verið lögð fram ennþá.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira