Mikill léttir 19. janúar 2005 00:01 Það lítur allt út fyrir að stórskyttan Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska landsliðinu á HM í Túnis. Einar hefur verið meiddur síðan liðið æfði á Íslandi um daginn og um tíma var óttast að hann væri fótbrotinn. Röntgenmyndir sem landsliðið fékk af Einari á þriðjudag leiddu í ljós að hann er ekki brotinn og því hóf hann strax stífa sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara liðsins, Elís Þór Rafnssyni, en Elís vildi ekki byrja að höndla Einar fyrr en í ljós kæmi hvers kyns meiðslin væru. "Því er ekki að neita að það er mikill léttir að vita að maður sé ekki brotinn. Ég óttaðist um tíma að ég væri úr leik en vonandi verður í lagi með mig," sagði Einar í samtali við Fréttablaðið í gær frá Spáni þar sem íslenska landsliðið dvelur fram á föstudag en þá heldur liðið yfir til Afríku. "Ég er allur að koma til og er hjá sjúkraþjálfaranum tvisvar til þrisvar á dag. Ég tók létta æfingu í morgun og skaut aðeins á markið. Ég stefni að því að taka fulla æfingu á laugardag þegar við erum komnir til Túnis, þannig að það er fínt hljóð í mér og ég er í verulega góðum höndum." Einar hefur leikið verulega vel með landsliðinu í síðustu leikjum, skorað grimmt og um leið létt álaginu af Ólafi Stefánssyni, sem hefur litla hvíld fengið á síðustu mótum. "Ég er alveg rólegur og hlakka mikið til mótsins. Það fer minna fyrir stressinu. Ég er til í að axla þá ábyrgð sem þjálfarinn setur á mig og óttast það ekki neitt," sagði Einar og bætti við að það væri gaman að leika með Ólafi. "Óli er kóngurinn og maður verður að hlusta og læra vel af honum í þessu fáu skipti sem maður er með honum. Hann kemur með fínar ábendingar sem vert er að hlusta á." Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Haukar og Valur sluppu við að mætast Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Það lítur allt út fyrir að stórskyttan Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska landsliðinu á HM í Túnis. Einar hefur verið meiddur síðan liðið æfði á Íslandi um daginn og um tíma var óttast að hann væri fótbrotinn. Röntgenmyndir sem landsliðið fékk af Einari á þriðjudag leiddu í ljós að hann er ekki brotinn og því hóf hann strax stífa sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara liðsins, Elís Þór Rafnssyni, en Elís vildi ekki byrja að höndla Einar fyrr en í ljós kæmi hvers kyns meiðslin væru. "Því er ekki að neita að það er mikill léttir að vita að maður sé ekki brotinn. Ég óttaðist um tíma að ég væri úr leik en vonandi verður í lagi með mig," sagði Einar í samtali við Fréttablaðið í gær frá Spáni þar sem íslenska landsliðið dvelur fram á föstudag en þá heldur liðið yfir til Afríku. "Ég er allur að koma til og er hjá sjúkraþjálfaranum tvisvar til þrisvar á dag. Ég tók létta æfingu í morgun og skaut aðeins á markið. Ég stefni að því að taka fulla æfingu á laugardag þegar við erum komnir til Túnis, þannig að það er fínt hljóð í mér og ég er í verulega góðum höndum." Einar hefur leikið verulega vel með landsliðinu í síðustu leikjum, skorað grimmt og um leið létt álaginu af Ólafi Stefánssyni, sem hefur litla hvíld fengið á síðustu mótum. "Ég er alveg rólegur og hlakka mikið til mótsins. Það fer minna fyrir stressinu. Ég er til í að axla þá ábyrgð sem þjálfarinn setur á mig og óttast það ekki neitt," sagði Einar og bætti við að það væri gaman að leika með Ólafi. "Óli er kóngurinn og maður verður að hlusta og læra vel af honum í þessu fáu skipti sem maður er með honum. Hann kemur með fínar ábendingar sem vert er að hlusta á."
Íslenski handboltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Haukar og Valur sluppu við að mætast Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Solskjær: Lét mig vinna launalaust Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira