Ógnað með símtali og SMS-skeytum 21. janúar 2005 00:01 Ungum manni sem var handtekinn í tengslum við komu forseta Kína hingað til lands sumarið 2002, var ógnað með símtali og SMS-sendingum úr síma lögregluþjóns í kjölfarið. Viðkomandi lögregluþjónn neitaði fyrir dómi í dag að hafa hringt eða sent piltinum skilaboðin. Aðalmeðferð í máli mannsins gegn ríkinu fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis í tengslum við komu Kínaforseta sumarið 2002 hófst í gær. Einn lögreglumannanna sem handtók hann er sakaður um að hafa hótað honum í gegnum síma nokkrum dögum eftir handtökuna og sent honum ógnandi SMS-skilaboð. Sá mætti ekki fyrir dómi í gær þrátt fyrir að hafa borist stefnan. Hann mætti í dag og gaf þá þær skýringar að stefnan hefði týnst og gleymst vegna fæðingarhríða konu sinnar. Lögmaður hins handtekna pilts sýndi fram á í dómi í dag að hringt hefði verið í piltinn nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn úr síma lögregluþjónsins. Enn fremur voru honum send þrjú ógnandi SMS-skilaboð úr síma lögreglumannsins sama dag: Þau hljóðuðu svo: „Nákvæmlega tetta syndi hvernig maður þú ert. Lygari. Tér var kynntur réttur þinn, en tetta er bara eitthvað sem tú verður að eiga við þína samvisku sem er greinilega ekki hrein því annars ættir þú að geta talað við mig eins og maður. Ekki satt?“ Lögreglumaðurinn þverneitaði að hafa hringt eða sent piltinum SMS-skilaboðin. Hann sagðist enn fremur ekkert vita hver hefði gert það. Lögmaður piltsins var svo vantrúaður á framburð lögreglumannsins að hann lét dómara ítrekað áminna hann um sannsögli og mótmælti að endingu framburði hans sem röngum. Lögmaður ríkisins ákvað að spyrja lögreglumanninn einskis. Málið var lagt í dóm í dag en pilturinn fer fram á 500.000 króna skaðabætur. Hann tjáði fréttamanni að ef hann ynni málið myndi hann láta féð renna til góðgerðamála. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira
Ungum manni sem var handtekinn í tengslum við komu forseta Kína hingað til lands sumarið 2002, var ógnað með símtali og SMS-sendingum úr síma lögregluþjóns í kjölfarið. Viðkomandi lögregluþjónn neitaði fyrir dómi í dag að hafa hringt eða sent piltinum skilaboðin. Aðalmeðferð í máli mannsins gegn ríkinu fyrir ólögmæta handtöku og skerðingu tjáningarfrelsis í tengslum við komu Kínaforseta sumarið 2002 hófst í gær. Einn lögreglumannanna sem handtók hann er sakaður um að hafa hótað honum í gegnum síma nokkrum dögum eftir handtökuna og sent honum ógnandi SMS-skilaboð. Sá mætti ekki fyrir dómi í gær þrátt fyrir að hafa borist stefnan. Hann mætti í dag og gaf þá þær skýringar að stefnan hefði týnst og gleymst vegna fæðingarhríða konu sinnar. Lögmaður hins handtekna pilts sýndi fram á í dómi í dag að hringt hefði verið í piltinn nokkrum dögum eftir að hann var handtekinn úr síma lögregluþjónsins. Enn fremur voru honum send þrjú ógnandi SMS-skilaboð úr síma lögreglumannsins sama dag: Þau hljóðuðu svo: „Nákvæmlega tetta syndi hvernig maður þú ert. Lygari. Tér var kynntur réttur þinn, en tetta er bara eitthvað sem tú verður að eiga við þína samvisku sem er greinilega ekki hrein því annars ættir þú að geta talað við mig eins og maður. Ekki satt?“ Lögreglumaðurinn þverneitaði að hafa hringt eða sent piltinum SMS-skilaboðin. Hann sagðist enn fremur ekkert vita hver hefði gert það. Lögmaður piltsins var svo vantrúaður á framburð lögreglumannsins að hann lét dómara ítrekað áminna hann um sannsögli og mótmælti að endingu framburði hans sem röngum. Lögmaður ríkisins ákvað að spyrja lögreglumanninn einskis. Málið var lagt í dóm í dag en pilturinn fer fram á 500.000 króna skaðabætur. Hann tjáði fréttamanni að ef hann ynni málið myndi hann láta féð renna til góðgerðamála.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Fleiri fréttir Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Sjá meira