Lykilleikur gegn Tékkum 22. janúar 2005 00:01 Keppnismaðurinn Viggó Sigurðsson var strax kominn í ham eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá fékk landsliðið sína fyrstu og einu æfingu í El Menzah-íþróttahöllinni þar sem riðill Íslands verður spilaður. Viggó fékk aðeins að æfa í 50 mínútur í höllinni og það sætti hann sig illa við. "Það er ekki boðlegt að gefa aðeins 50 mínútur í þessari höll og það er eitthvað sem við þjálfararnir hljótum að mótmæla," sagði Viggó sem er annars mjög jákvæður út í aðstæður hér í Túnis. "Mér líst rosalega vel á þetta allt saman. Við erum líka á mjög fínu hóteli. Skipulag virðist einnig vera í góðu lagi en það er kannski of skipulagt því við fáum lögreglufylgd með sírenum og öllum pakkanum þegar við förum eitthvað og öllum er rutt frá. Svo eru vopnaðir verðir á hótelinu og annað eftir því." Viggó lét þessa eina æfingu duga í gær en hann mun æfa snemma í dag fyrir leikinn. Hrista alla streitu úr mönnum svo þeir verði vel upplagðir þegar blásið verður til leiks gegn Tékkum. Hann hafði ekki ákveðið í gær hvernig hann muni byrja leikinn í dag. "Við erum tilbúnir í hvað sem er. Tékkar eru með mjög öfluga skyttu, hornamann og markvörð sem hefur reynst okkur erfiður," sagði Viggó sem er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins í dag. "Hann er gríðarlega mikilvægur. Mér finnst þetta vera lykilleikur í riðlinum og það er mjög mikilvægt að byrja þetta mót vel. Við viljum byrja vel og það er mikið undir. Það gera sér allir grein fyrir því. Við erum með ákveðin markmið og til að ná þeim þurfum við að spila vel í öllum leikjum," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira
Keppnismaðurinn Viggó Sigurðsson var strax kominn í ham eftir æfingu íslenska landsliðsins í gær en þá fékk landsliðið sína fyrstu og einu æfingu í El Menzah-íþróttahöllinni þar sem riðill Íslands verður spilaður. Viggó fékk aðeins að æfa í 50 mínútur í höllinni og það sætti hann sig illa við. "Það er ekki boðlegt að gefa aðeins 50 mínútur í þessari höll og það er eitthvað sem við þjálfararnir hljótum að mótmæla," sagði Viggó sem er annars mjög jákvæður út í aðstæður hér í Túnis. "Mér líst rosalega vel á þetta allt saman. Við erum líka á mjög fínu hóteli. Skipulag virðist einnig vera í góðu lagi en það er kannski of skipulagt því við fáum lögreglufylgd með sírenum og öllum pakkanum þegar við förum eitthvað og öllum er rutt frá. Svo eru vopnaðir verðir á hótelinu og annað eftir því." Viggó lét þessa eina æfingu duga í gær en hann mun æfa snemma í dag fyrir leikinn. Hrista alla streitu úr mönnum svo þeir verði vel upplagðir þegar blásið verður til leiks gegn Tékkum. Hann hafði ekki ákveðið í gær hvernig hann muni byrja leikinn í dag. "Við erum tilbúnir í hvað sem er. Tékkar eru með mjög öfluga skyttu, hornamann og markvörð sem hefur reynst okkur erfiður," sagði Viggó sem er vel meðvitaður um mikilvægi leiksins í dag. "Hann er gríðarlega mikilvægur. Mér finnst þetta vera lykilleikur í riðlinum og það er mjög mikilvægt að byrja þetta mót vel. Við viljum byrja vel og það er mikið undir. Það gera sér allir grein fyrir því. Við erum með ákveðin markmið og til að ná þeim þurfum við að spila vel í öllum leikjum," sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Sjá meira