Menning

Herdís, Margrét og Valgerður ráða

Spennu gætir í bókmenntaheiminum í dag því Íslensku bókmenntaverðlaunin verða veitt á Bessastöðum síðdegis. Líkt og undanfarin ár eru fimm bækur nefndar til verðlauna í flokkunum tveimur; flokki fagurbókmennta og flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Í fyrrnefnda flokknum eru tilnefnd þau Arnaldur Indriðason fyrir Kleifarvatn, Auður Jónsdóttir fyrir Fólkið í kjallaranum, Einar Már Guðmundsson fyrir Bítlaávarpið, Guðrún Helgadóttir fyrir Öðruvísi fjölskyldu og Sigfús Bjartmarsson fyrir Andræði. Ekkert þeirra hefur hlotið verðlaunin en Einar Már hefur í þrígang verið tilnefndur, Auður tvisvar og Sigfús einu sinni.

Í flokki fræðirita og bóka almenns efnis eru tilnefnd þau Halldór Guðmundsson fyrir Halldór Laxness, Helgi Þorláksson fyrir Sögu Íslands 6. og 7. bindi, Inga Dóra Björnsdóttir fyrir Ólöfu eskimóa, Páll Hersteinsson og Jón Baldur Hlíðberg fyrir Íslensk spendýr og Sigurgeir Sigurjónsson og Unnur Jökulsdóttir fyrir Íslendinga. Ekkert þeirra hefur hlotið verðlaunin en Helgi, Páll og Jón Baldur hafa allir verið tilnefndir áður.

Herdís Þorgeirsdóttir, Margrét Eggertsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir skipa nefndina sem sker úr um hverjir hljóta verðlaunin að þessu sinni en Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhendir þau.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.